Reykur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykský úr skógareldi

Reykur er fjöldi fastra og fljótandi svífandi agna og lofttegunda sem kemur fyrir þegar efni er brennt, blandaður lofti. Reykur er yfirleitt óæskileg aukaafurð elds (einnig ofna, lampa, eldstæða eða bála), en hann nýtist til meindýraeyðingar, samskipta, varnar eða innöndunar (það er að segja reykingar). Auk þess er reykur notaður til að bragðbæta matvæli eða bæta geymsluþol þeirra. Reykur kemur líka stundum fyrir í útblástri úr sprengihreyflum, sérstaklega þeim sem eru díselknúnir.

Innöndun reyks er aðaldánarorsök fórnarlamba sem deyja í húsbrunum. Reykurinn drepur með blöndu hitaskaða, eitrunar og ertingar lungnanna vegna kolmónoxíðs, vetnisblásýru og annarra brennsluafurða.

Reykagnir eru í rauninni loftúði (e. aerosol) eða mistur úr föstum ögnum og fljótandi dropum sem eru næstum af þeirri stærð sem þarfnast til Mie-dreifingar sýnilegs ljóss. Reykurinn stíflar ekki allt ljósið, en ekki er hægt að sjá í gegnum hann.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.