Fara í innihald

Nexus

Hnit: 64°8′39″N 21°55′1″V / 64.14417°N 21.91694°V / 64.14417; -21.91694
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°8′39″N 21°55′1″V / 64.14417°N 21.91694°V / 64.14417; -21.91694

Nexus
Rekstrarform Sérvöruverslun
Stofnað 1992
Staðsetning Glæsibær
Starfsemi Selur fjölskyldu og spunaspil, bækur, teiknimyndasögur, leikföng, búninga, DVD/Blu-ray diska, fatnað, smávöru og öllu sem annars tengist nörda/söfnunar/spilaáráttu landans.
Verslunin Nexus mörgum klukkutímum áður en sala hófst á bókinni Harry Potter and the Deathly Hallows. Veggi búðarinnar prýða myndir úr Death Note og af Superman.

Nexus eru sérvöruverslanir, aðalútíbúið er í Glæsibæ, Álfheimum 74 og sérvöruútibú í Kringlunni Reykjavík sem selur spil, bækur, leikföng, teiknimyndasögur (meðal annars manga) og DVD-mynddiska (anime). Nexus hefur starfað síðan 1992 en hét þá Goðsögn sem síðar varð Fáfnir spilaverslun (1994), báðar verslanir á Rangárstíg. Síðar fluttist starfsemin á Hverfisgötu (1996) og hét verslunin lengi vel Fáfnir spilaverslun, svo Nexus VI (1997) og að lokum Nexus (1998). Síðar flutti verslunin í Nóatúnið (2013) og þaðan í Glæsibæ (2018).

Goðsögn: 1992-1993

Fáfnir spilaverslun: 1994-1997

Nexus VI: 1997-1998

Nexus: 1998 - til dagsins í dag

Verslun í Kringlunni: 2016 - til dagsins í dag.

Þema búðarinnar er vísindaskáldskapur og fantasíur.

Meðal spila sem búðin selur eru spunaspilin Warhammer og Dungeon and Dragons.

Nexus-forsýningar

[breyta | breyta frumkóða]

Nexus hefur í mörg ár staðið fyrir sérstökum forsýningum á kvikmyndum. Þær eru þá nokkrum dögum, jafnvel vikum á undan frumsýningunni á Íslandi. Miðaverð er hærra en á almennar sýningar, en stundum er boðið uppá fríar veitingar í staðinn. Nexus-sýningar eru alltaf hlélausar og reynt er að hafa þær textalausar.

Eftirfarandi kvikmyndir hafa fengið Nexus-forsýningu þegar þetta er skrifað:

Titill Nexus-forsýning Frumsýning
The Thirteenth Floor 1. júlí, 1999
Hringadróttinssaga: Föruneyti hringsins
Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim
Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal
Köngulóarmaðurinn
Köngulóarmaðurinn 2
Hellboy
Stjörnustríð: Kafli III - Hefnd Sith
Hulk
Tortímandinn 3
Blade 2
Blade 3
Star Trek: Nemesis
Sin City
Superman Returns
300
War of the Worlds
Transformers
Cloverfield 17. janúar, 2008
The Dark Knight
Watchmen 6. mars, 2009
Star Trek
Terminator Salvation
Transformers Revenge of the Fallen
Avatar 16. desember, 2009
Kick-Ass

Áhugavert efni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hin íslenska kvikmynd Astrópía, hefur samnefnda sérvöruverslun sem líkist Nexus mjög mikið.


  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.