Nexus
64°8′39″N 21°55′1″V / 64.14417°N 21.91694°V
Nexus | |
Rekstrarform | Sérvöruverslun |
---|---|
Stofnað | 1992 |
Staðsetning | Glæsibær |
Starfsemi | Selur fjölskyldu og spunaspil, bækur, teiknimyndasögur, leikföng, búninga, DVD/Blu-ray diska, fatnað, smávöru og öllu sem annars tengist nörda/söfnunar/spilaáráttu landans. |
Nexus eru sérvöruverslanir, aðalútíbúið er í Glæsibæ, Álfheimum 74 og sérvöruútibú í Kringlunni Reykjavík sem selur spil, bækur, leikföng, teiknimyndasögur (meðal annars manga) og DVD-mynddiska (anime). Nexus hefur starfað síðan 1992 en hét þá Goðsögn sem síðar varð Fáfnir spilaverslun (1994), báðar verslanir á Rangárstíg. Síðar fluttist starfsemin á Hverfisgötu (1996) og hét verslunin lengi vel Fáfnir spilaverslun, svo Nexus VI (1997) og að lokum Nexus (1998). Síðar flutti verslunin í Nóatúnið (2013) og þaðan í Glæsibæ (2018).
Goðsögn: 1992-1993
Fáfnir spilaverslun: 1994-1997
Nexus VI: 1997-1998
Nexus: 1998 - til dagsins í dag
Verslun í Kringlunni: 2016 - til dagsins í dag.
Þema búðarinnar er vísindaskáldskapur og fantasíur.
Meðal spila sem búðin selur eru spunaspilin Warhammer og Dungeon and Dragons.
Nexus-forsýningar
[breyta | breyta frumkóða]Nexus hefur í mörg ár staðið fyrir sérstökum forsýningum á kvikmyndum. Þær eru þá nokkrum dögum, jafnvel vikum á undan frumsýningunni á Íslandi. Miðaverð er hærra en á almennar sýningar, en stundum er boðið uppá fríar veitingar í staðinn. Nexus-sýningar eru alltaf hlélausar og reynt er að hafa þær textalausar.
Eftirfarandi kvikmyndir hafa fengið Nexus-forsýningu þegar þetta er skrifað:
Áhugavert efni
[breyta | breyta frumkóða]- Hin íslenska kvikmynd Astrópía, hefur samnefnda sérvöruverslun sem líkist Nexus mjög mikið.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]