Núllstöð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Núllstöð eða rót falls er í stærðfræði gildi fallsbreytu, sem gefur falli gildið núll. Núllstöð tvinngilds falls er þar sem stærð fallsins er núll, þ.e. þar sem bæði raunhluti og þverhluti fallsins eru núll. Almennt gildir að núllstöðvar falls f(x) eru fundnar með því að leysa jöfnuna f(x) = 0.

Dæmi: fallið x - 1 hefur eina núllstöð, þ.e. x = 1, en núllstöðvar fallsins sin (x) eru óendanlega margar, þ.e. x = n π, þar sem n er heiltala.

Tilgáta Riemann fjallar um núllstöðvar Zetufallsins.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.