Marcus Garvey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
mynd af Marcus Garvey árið 1924
Marcus Garvey árið 1924

Marcus Garvey (17. ágúst 188710. júní 1940) var aðgerðarsinni í stjórnmálum ættaður frá Jamaíka. Garvey var stofnandi og fyrsti forseti félagsins Universal Negro Improvement Association and African Communities League en það félag er þekkt undir nafninu UNIA. Hann útnefndi sjálfan sig  bráðabirgðaforseta Afríku og leit svo á að hann væri höfuð útlagastjórnar blökkufólks sem tæki yfir stjórn Afríku þegar nýlendustjórnir hyrfu á brott. Hugmyndir hans eru þekktar sem Garveyismi.

Kröfuganga UNIA í Harlem árið 1920
Árið 1918 hóf UNIA útgáfu blaðsins Negro World

Garvey naut ekki skólagöngu eftir 14 ára aldur en varð lærlingur í prentiðn í Kingston og tók þátt í stéttabaráttu. Hann stofnaði UNIA árið 1914. Árið 1916 flutti hann til Bandaríkjanna og stofnaði í hverfinu Harlem í New York deild innan UNIA.

Garvey stóð að stofnun ýmissa fyrirtækja en hann taldi mikilvægt að blökkumenn yrðu fjárhagslega sjálfstæðir og óháðir hvítum yfirráðum í fjármálum. Garvey var sakfelldur fyrir póstsvik árið 1923 og fékk fimm ára dóm og sat í fangelsi í Atlanta í næstum tvö ár. Hann var látinn laus árið 1927 fyrir tilstuðnað Bandaríkjaforsetans Calvin Coolidge og var Garvey þá vísað úr landi og sendur til Jamaíka. Hann tók þátt í stjórnmálum í Jamaíka og stofnaði þar stjórnmálaflokk. Garvey flutti til London árið 1935 og lést þar árið 1940. Hugmyndir Garveys hafa haft áhrif á ýmsar síðari hreyfingar svo sem Rastafari, Nation of Islam og Black Power Movement.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Greinin Marcus Garvey á ensku wikipedia.