Maharashtra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Maharashtra

Maharashtra er fylki í vesturhluta Indlands. Það er annað fjölmennasta fylki Indlands, á eftir Uttar Pradesh, og það þriðja stærsta að flatarmáli. Maharashtra er auk þess auðugasta fylki landsins og leggur til 15% af iðnframleiðslu þess og 13,3% af vergri landsframleiðslu.

Maharashtra á strönd að Arabíuhafi í vestri. Það á landamæri að Gújarat og Dadra og Nagra Haveli í norðvestri, Madhya Pradesh í norðaustri, Chhattisgarh í austri, Karnataka í suðri, Andhra Pradesh í suðaustri og Góa í suðvestri. Fylkið nær yfir 307.731 km² sem er 9,84% af Indlandi. Höfuðstaður fylkisins er borgin Mumbai sem er jafnframt efnahagsleg höfuðborg ríkisins.

Maharashtra var heimaland Marattaveldisins sem reis gegn Mógúlveldinu á 17. öld. Marattaveldið náði hátindi sínum eftir miðja 18. öld en féll eftir röð stríðsátaka við Breska Austur-Indíafélagið sem lagði landið endanlega undir sig árið 1818. Maharashtra var ásamt Gújarat hluti af Bombay-fylki til 1960.

Opinbert tungumál fylkisins er Marathi. Yfir 80% íbúa þess eru hindúatrúar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.