Mótmæli 31. desember 2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mótmæli voru haldin 31. desember 2008 en þau hófust við Stjórnarráð Íslands. Mótmælin færðust svo yfir á Hótel Borg þar sem fram fór bein útsending á sjónvarpsþættistöðvar 2 Kryddsíld. Talið er að hátt í 300 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en forsprakkar mótmælanna gáfu út tilkynningu þar sem fram kom að þeir væru að mótmæla andvaralausum stjórnmála- og embættismönnum [1]

Hvað gerðist við Hótel Borg[breyta | breyta frumkóða]

Starfsfólk Hótel Borgar og starfsfólk Stöðvar 2 hindruðu för mótmælenda þar til að lögreglan kom á svæðið. Mótmælendur ruddu sér leið inn í port sem er við Hótel Borg en reyndu svo einnig að komast inn um hliðardyr á hótelinu. Þeir köstuðu litlum sprengjum inn og myndaðist því reykur. Lögreglan brá á það ráð að nota piparúða til þess að stöðva för mótmælandanna sem að ætluðu sér að trufla útsendingu. Ekki voru allir á eitt sammála um hvort að þetta hafi verið friðsæl mótmæli áður en að lögreglan ákvað að grípa inn í. Einn mótmælandanna sem að var á staðnum sagði mótmælin hafa verið friðsæl þar til lögreglan hóf að spreyja piparúða yfir mótmælendurna.

Læti og skemmdir[breyta | breyta frumkóða]

Það gekk erfiðlega fyrir þáttastjórnendur og viðmælendur að halda uppi samræðum þar sem mikil læti bárust frá mótmælendum sem að börðu húsið að utan og hrópuðu slagorð. Miklar skemmdir urðu á búnaði Sagafilm og Hótel Borgar. En Stöð 2 leigði búnað fyrir útsendinguna af Sagafilm. Kaplar voru sprengdir og hurðar brotnar. Sigmundur Ernir Rúnarsson stýrði Kryddsíldinni þegar að mótmælin áttu sér stað [2] [3]

Áverkar og handtökur[breyta | breyta frumkóða]

Um 10 til 15 mótmælendur þurftu á aðhlynningu að halda vegna piparúða. Einn lögreglumaður slasaðist í mótmælunum en hann kinnbeinsbrotnaði einnig slasaðist starfsmaður Stöðvar 2. Þrír menn voru handteknir í mótmælunum en þeim var sleppt seinna sama dag eftir yfirheyrslur. Þeir voru handteknir fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu. [4][5][6]


Tlvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/12/31/a_thridja_hundrad_manns_motmaela/
  2. Fréttablaðið (2009):6
  3. Baldur Guðmundsson (2009):6
  4. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/12/31/motmaelin_attu_ad_vera_fridsamleg/
  5. Lögreglan (2008)
  6. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/12/31/thremenningunum_sleppt/

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Óþekktur höfundur. „Útsending Kryddsíldar rofin“, Fréttablaðið, 1 (2009, 2. janúar):6
  • Baldur Guðmundsson. „Íhugar að stefna mótmælendum“, DV, 3 (2009, 6. janúar):6
  • Lögreglan (2008, 31. desember), „Mótmælin við Hótel Borg- þrír handteknir“ http://www.logreglan.is/motmaeli-vid-hotel-borg-thrir-handteknir/ Lögreglan. Skoðuð 26. janúar 2017