Júlíana Jónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Júlíana Jónsdóttir (27. mars 183812. júní 1917[1]) var íslensk skáldkona, fædd á Búrfelli í Hálsasveit í Borgarfirði en fluttist til Kanada og dó þar. Hún gaf út ljóðabók fyrst íslenskra kvenna. Það var bókin Stúlka sem kom út árið 1876. Veturinn 1878-79 var leikrit hennar Víg Kjartans Ólafssonar sett upp í Stykkishólmi og er það fyrsta leikritið á Íslandi sem gert er eftir íslenskri fornsögu. Árið 1916 gaf hún svo út bókina Hagalagðar, sem kom út í Winnipeg og var fyrsta skáldverk eftir íslenska konu sem kemur út á bók vestanhafs.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Júlíana Jónsdóttir“. Kvennabókmenntir (enska).
  Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.