Jón lærði Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón lærði Guðmundsson (15741658) var víðkunnur fræðimaður, handritaskrifari, handverksmaður, auk þess sem hann sinnti lækningum og var álitinn fjölkunnugur. Hann var þrátt fyrir það ómenntaður alþýðumaður.

Jón fæddist í Ófeigsfirði á Ströndum árið 1574 og ólst upp þar og á Ósi við Steingrímsfjörð. Hann var ýmist nefndur Jón málari eða smiður eða tannsmiður (hann skar út í hvaltennur) en hlaut síðar viðurnefnið hinn lærði.

Á árunum 1611 – 12 er sagt að Jón lærði hafi kveðið niður tvo draugaStað á Snæfjallaströnd með mögnuðum galdrasæringum, kvæðunum Fjandafælu og Snjáfjallavísum. Þau eru bæði varðveitt.

Jón kvæntist haustið 1600 Sigríði Þorleifsdóttur frá Húsavík í Steingrímsfirði og áttu þau soninn Guðmund Jónsson, prest á Hjaltastöðum.

Jón lærði andmælti Spánverjavígunum 1615 opinberlega, en hrökklaðist eftir það af Vestfjörðum undan sýslumanninum Ara í Ögri. Eftir það settist hann að undir Jökli og stundaði meðal annars lækningar en var kærður fyrir galdra og dæmdur útlægur af landinu. Jón fór til Kaupmannahafnar og fékk málið tekið upp að nýju en á Alþingi 1637 var dómurinn staðfestur. Jón fékk þó að lifa það sem eftir var ævinnar austur á Héraði hjá syni sínum, mest fyrir tilstilli Brynjólfs Sveinssonar biskups í Skálholti. Jón lærði skrifaði fjölda handrita sem hafa varðveist.

Hann lést árið 1658.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Eftir Jón liggja ýmis kvæði, eins og Fjölmóður, ævidrápa, Snjáfjallavísur, Fjandafæla, Áradalsvísur og Fuglakvæði, rímur eins og Ármannsrímur, Rímur af Fertram og Plató og Spánverjarímur. Hann á einnig ritgerðir eins og Stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur og Víg Spánverja í Æðey. Einnig stutt rit eins og Um nokkurra grasa náttúrur, Um hulin pláz og yfirskyggða dali á Íslandi, Samantekt um skilning á Eddu, Lækningabók, Tidsfordrif, Augnamerkingar. Einnig Uppdráttur Grænlands. Krukksspá hefur einnig verið eignuð honum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • Handrit með verkum Jóns lærða
  • „Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?“. Vísindavefurinn.
  • Ævisaga Jóns Guðmundssonar lærða á rússnesku Geymt 12 desember 2009 í Wayback Machine
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist