Jón Páll Sigmarsson
Jón Páll Sigmarsson (fæddur 28. apríl 1960, látinn 16. janúar 1993) var íslenskur kraftlyftingamaður.
Ævisaga
[breyta | breyta frumkóða]Jón Páll var fæddur á Sólvangi í Hafnarfirði. Þegar hann var 2 ára fluttist hann með fjölskyldunni í Stykkishólm. Hann var yfir sumarið í Skáleyjum þar sem hann tók þátt í búnaðarstörfum.[1] Hann hóf íþróttaiðkun sína fimm ára gamall í glímu.[2] Við 9 ára aldur flutti hann á ný, nú í Árbæjarhverfi í Reykjavík en þar bjó hann öll unglingsárin. Þar æfði hann knattspyrnu, handbolta og hálfmaraþon.[2]
Keppnisferill
[breyta | breyta frumkóða]1975 tók hann þátt í lyftinganámskeiði sænska frystihússins.[1] Hann hóf keppnisferill sinn 1979 og keppti bæði í vaxtarrækt og kraftlyftingum.[2] Fyrsta árið keppti hann í 110 kg flokki. Hann lyfti samanlagt 311,9 kg á Jakabólsmótinu 1979, bætti þá tölu um sex kíló á Meistaramóti KR og var lyfti samanlagt 406,7 kg á Norðurlanda meistaramótinu og fékk silfurverðlaun. Næstu árin keppti hann í 125 kg flokki. 1981 varð hann fyrsti Íslendingurinn að lyfta yfir 900 kg samanlagt á Íslandsmeistaramóti. Sama ár hlaut hann verðlaunin Íþróttamaður ársins og keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu "Sterkasti maður heims", þar sem hann lenti í 3. sæti og lyfti 912,5 kg samanlagt. 1984 var haldið mót á milli Íslands og Skotlands í borginni Paisley. Jón Páll lyfti samanlagt 955 kg á mótinu en Skotar unnu.[3] Sama ár varð hann í fyrsta skipti heimsmeistari í kraftlyftingum á mótinu Sterkasti maður heims þar sem hann lyfti 525,7 kg samanlagt.[4] Hann vann keppnina Sterkasti maður heims samtals fjórum sinnum; árin 1984, 1986, 1988 og 1990. 16. janúar 1993 lést hann vegna ættgengrar hjartabilunar í íþróttasal sínum að Suðurlandsbraut 6[5], en þrír ættingjar hans höfðu þegar látist vegna sambærilegra hjartabilana,[2] en líklegt er þó að sterar hafi haft mikil áhrif og er oft talið að þeir hafi valdið dauða hans.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Hetjan sem gleymist ekki[óvirkur tengill] Heimur, útgáfufélag
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 Legends Jon Pall Sigmarsson Geymt 18 nóvember 2010 í Wayback Machine (enska) Kraftlyftingarsamband Írlands
- ↑ Saga kraftlyftinga Geymt 30 nóvember 2010 í Wayback Machine Kraftaheimar
- ↑ Jón Páll Sigmarsson powerlifting results Kraftlyftingarsamband Íslands
- ↑ Jón Páll Sigmarsson - viðbót Morgunblaðið