Hallveigarstaðir
Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er bygging að Túngötu 14 í Reykjavík. Það var byggt af kvennasamtökum og ætlað að vera miðstöð þeirra. Söfnun stóð frá 1919, eða stuttu eftir að konur hlutu kosningarétt. Endanleg staðsetning hússins var ákveðin 1934 og árið 1953 var það teiknað. [1]
Kvennaheimilið var vígt árið 1967 og var nefnt Hallveigarstaðir í minningu Hallveigar Fróðadóttur, fyrstu húsfreyjunnar í Reykjavík, eiginkonu Ingólfs Arnarsonar.
Ýmis félagasamtök sem berjast fyrir jafnrétti og kvenréttindum hafa haft aðsetur í húsinu t.d Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Druslubækur og doðrantar, W.O.M.E.N. Samtök kvenna af erlendum uppruna og Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Húsið var lengi þungur fjárhagslegur baggi á íslenskum kvennasamtökum og hluti þess er í útleigu m.a. til sendiráðs Kanada, Færeysku ræðismannsskrifstofunnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Samkomusalur er í kjallara hússins og þar hafa farið fram margar kvennasamkomur.
Starfsemi alþjóðlegra stofnana í húsinu
[breyta | breyta frumkóða]- Færeyska ræðismannsskrifstofan
- Sendiráð Kanada
Samtök
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Kvennaheimilið Hallveigarstaðir; grein í Alþýðublaðinu 1943
- Hallveigarstaðir
- W.O.M.E.N. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi