Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna

Aðildarríki ráðsins.
SkammstöfunECOSOC (enska)
StofnunSem alþjóðasamtök: 26. júní 1945
GerðMilliríkjastofnun
HöfuðstöðvarFáni Bandaríkjana New York-borg, Bandaríkjunum og Genf, Sviss
Opinber tungumálArabíska, enska, franska, kínverska, rússneska og spænska
ForsetiMunir Akram
Vefsíðawww.un.org/ecosoc
https://unric.org/is/efnahags-og-felagsmalaradid/

Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) er ein af sex meginstofnunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem miðar að því að samræma efnahagslegar og félagslegar áherslur SÞ og hinna fimmtán sérhæfðu undirstofnana samtakanna, átta starfandi umboðskrifstofur og fimm svæðisnefndir.

Ráðið gegnir lykilhlutverki í ráðgjöf við stefnumótun Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkjanna. Það þjónar sem aðalvettvangur umræðu um alþjóðleg, efnahagsleg og félagsleg málefni og mótun tillagna um stefnu Sameinuðu þjóðanna sem beint er til aðildarríkjanna.

Skipan ráðsins[breyta | breyta frumkóða]

Fulltrúar í ráðinu eru 54 talsins: 14 fulltrúar Afríkuríkja, 11 Asíuríkja, 6 Austur-Evrópuríkja, 10 ríkja Rómönsku Ameríku og Karíbahafsins og 13 vestrænna ríkja. Fulltrúar aðildarríkja ráðsins eru kosnir til þriggja ára í senn á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Starfssemi[breyta | breyta frumkóða]

Ráðið heldur eitt fjögurra vikna þing í júlí á ári hverju, auk eins fundar í apríl með fjármálaráðherrum sem leiða lykilnefndir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ráðið gegnir lykilhlutverki í ráðgjöf við stefnumótun Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkja. Mörg Almenn félagasamtök hafa ráðgefandi hlutverk hjá ráðinu. Þannig voru árið 2018 yfir 5.000 frjáls félagasamtök með samráðsstöðu við ráðið til að taka þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna.[1]

Efnahagsleg og félagsleg þróun[breyta | breyta frumkóða]

Eitt meginverkefna Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að bættum lífskjörum, fullri atvinnu og betri aðstæðum fyrir efnahagslegar og félagslegar framfarir og þróun. Með því að uppræta fátækt og auka velmegun um allan heim eru stigin nauðsynleg skref í að tryggja varanlegum heimsfriði. Um það bil 70 prósent alls starfs samtakanna er helgað þessu starfi.[2]

Hlutverk efnahags- og félagsmálaráðsins:[3]

  • Vera aðalvettvangur málefna á sviði efnahags- og félagslegsmál.
  • Efla lífsgæði, atvinnu og efnahags- og félagslega þróun.
  • Leysa alþjóðleg efnahags,- félagsleg- og heilbrigðisvandamál. Ráðið starfar einnig á alþjóðavettvangi með menningar og menntamál.
  • Stuðla að mannréttindum og frelsi fólks.

Nefndir og ráð[breyta | breyta frumkóða]

Starfssvið Efnahags- og félagsmálaráðsins er yfirgripsmikið. Því hafa verið skipaðar ýmsar nefndir og starfshópar ráðinu til aðstoðar og ráðgjafar. Þær eru (enskar skammstafanir fylgja):[4]

  • Fíkniefnanefnd (CND)
  • Nefnd um mannfjölda og þróun(CPD)
  • Nefnd um stöðu kvenna (CSW)
  • Nefnd um tölfræðileg málefni
  • Nefnd um varnir gegn glæpum og réttláta meðferð glæpamála (CCPCJ)
  • Nefnd um vísinda- og tækniþróun (CSTD)
  • Vettvangur um skóga (UNFF)

Tvær fyrrum nefndir ECOSOC, annars vegar Nefnd um sjálfbæra þróun og Mannréttindanefnd hafa nú fengið aðra og mikilvægari stöðu innan Sameinuðu þjóðanna.

Á vegum ECOSOC eru einnig svæðisbundnar nefndir sem fást við sérstök vandamál viðkomandi landfræðilegra svæða. Þær eru:[5]

  • Efnahagsmálanefnd fyrir Afríku (ECA)
  • Efnahagsmálanefnd fyrir Evrópu (ECE)
  • Efnahagsmálanefnd fyrir Rómönsku Ameríku og Karíbasvæðið (ECLAC)
  • Efnahags- og félagsmálanefnd fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið (ESCAP)
  • Efnahags- og félagsmálanefnd fyrir Vestur-Asíu (ESCWA)

ECOSOC vinnur einnig með ýmsum sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna, áætlunum, sjóðum og öðrum undirstofnunum. Oft vinna þessir aðilar saman að því að hrinda sérstökum verkefnum í framkvæmd. Dæmi um slíkar stofnanir eða samtök eru: Alþjóðaferðamálastofnunin (UNWTO), Nefnd um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE), Orkusamtök Rómönsku-Ameríku (OLADE), Alþjóðlegt samstarf um vatn (GWP) og svo mætti lengi telja.

Fundarsalur ráðsins[breyta | breyta frumkóða]

Fundarsalur Efnahags- og félagsmálaráðsins í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York-borg

Ráðið fundar í sérstökum ráðstefnusal sem var gjöf frá Svíþjóð. Fundarsalurinn er hannaður af sænska arkitektinum Sven Markelius, sem var einn af 11 arkitektum í því alþjóðateymi er hannaði höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Viður úr sænskum furuskógi var notaður í salnum. Í lofti fundarsalarins sést í lagnir og rásir líkt og frágangi salarins sem ekki lokið. „Óklárað“ loftið er samkvæmt arkitektinum táknræn áminning um að efnahagslegu og félagslegu starfi Sameinuðu þjóðanna verði aldrei lokið.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Wikipedia (Ensk) (28. mars 2021). „List of organizations with consultative status to the United Nations Economic and Social Council“. Wikipedia. Sótt 28. mars 28. mars.
  2. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) (19. október 2009). „Efnahagsleg og félagsleg þróun“. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC). Sótt 28. mars 2021.
  3. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) (19. október 2009). „Efnahagsleg og félagsleg þróun“. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC). Sótt 28. mars 2021.
  4. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu ( UNRIC). „Efnahags- og félagsmálaráðið“. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu ( UNRIC). Sótt 28. mars 2021.
  5. Wikipedia (Ensk) (28. mars 2021). „United Nations Economic and Social Council“. Wikipedia (Ensk). Sótt 28. mars 2021.