Danavirki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Danavirki (sýnt með rauðu) á 16 öld á kortinu Carta marina

Danavirki er víggirðing úr grjóti og jarðvegi í Slésvík-Holstein sem Danir reistu til að verjast árásum óvina úr suðri. Danavirki var eitt stærsta varnarmannvirki Norður-Evrópu.

Kort yfir hluta af Danavirki. Danavirki er núna þýska héraðinu Slésvík og Holtsetalandi. Borgarveggir Danavirkis: 1 Krummvolden; 2 Hovedvolden; 3 Nordvolden; 4 Tengivirki með Dybbøl virki og Bogenwall; 5 Kograben með stuttu Kograben; 6 Slispærringen; 7 Østervold með vegartálmunum; 8 Stummes virki; 9 Virki í Tiergarten
Danavirki frá Heiðabæ (Hedeby) að Hollingsted. Kortið sýnir einnig fornar verslunarleiðir
Danavirki var byggt í mörgum áföngum.

Í Ólafs sögu Tryggvasonar en kafli um orrustu við Danavirki. Þar er virkinu lýst svo: "Danavirki er svo háttað að firðir tveir ganga í landið sínum megin landsins hvor en milli fjarðarbotna höfðu Danir gert borgarvegg mikinn af grjóti og torfi og viðum og grafið díki breitt og djúpt fyrir utan en kastalar fyrir borgarhliðum."

Danavirki eru stærstu forminjar Norðurlanda. Unnið er að því að fá Danavirki og Heiðabæ á Heimsminjaskrá UNESCO.

Danavirki er línulegt borgarvirki sem liggur þvert yfir jósku hálfeyjuna þar sem hún er mjóst og styst til strandar báðum megin. Virkið var fyrst lagt á tímabilinu 400-500 og var eftir það margoft lagfært, endurbyggt og breytt allt til um 1200. Danavirki var seinast notað í hernaðartilgangi í Síðara Slésvíkurstríðinu árið 1864. Þann 18. apríl 1864 töpuðu Dan­ir or­ustu fyr­ir Prúss­um við Dybbøl á sunn­an­verðu Jótlandi og var það örlagaatburður í sögu Dan­merk­ur og sögu Evrópu. Orustan var háð um Danavirki sem þá var orðið úrelt sem hernaðarmannvirki.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]