Chiang Kai-shek

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Chiang, eiginnafnið er Kai-shek.
Chiang Kai-shek
蔣中正
Chiang Kai-shek árið 1943.
Forseti Lýðveldisins Kína
Í embætti
1. mars 1950 – 5. apríl 1975
ForsætisráðherraYan Xishan
Chen Cheng
Yu Hung-Chun
Yen Chia-kan
Chiang Ching-kuo
VaraforsetiLi Zongren
Chen Cheng
Yen Chia-kan
ForveriLi Zongren (starfandi)
EftirmaðurYen Chia-kan
Í embætti
20. maí 1948 – 21. janúar 1949
ForsætisráðherraChang Chun
Wong Wen-hao
Sun Fo
VaraforsetiLi Zongren
ForveriHann sjálfur sem formaður þjóðernisstjórnarinnar
EftirmaðurLi Zongren (starfandi)
Formaður þjóðernisstjórnar Kína
Í embætti
1. ágúst 1943 – 20. maí 1948
ForsætisráðherraT. V. Soong
ForveriLin Sen
EftirmaðurHann sjálfur sem forseti
Í embætti
10. október 1928 – 15. desember 1931
ForsætisráðherraTan Yankai
T. V. Soong
ForveriTan Yankai
EftirmaðurLin Sen
Forsætisráðherra Lýðveldisins Kína
Í embætti
20. nóvember 1939 – 31. maí 1945
ForsetiLin Sen
ForveriH. H. Kung
EftirmaðurT. V. Soong
Í embætti
9. desember 1935 – 1. janúar 1938
ForsetiLin Sen
ForveriWang Jingwei
EftirmaðurH. H. Kung
Í embætti
4. desember 1930 – 15. desember 1931
ForsetiHann sjálfur
ForveriT. V. Soong
EftirmaðurChen Mingshu (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur31. október 1887
Fenghua, Zhejiang, Kína
Látinn5. apríl 1975 (87 ára) Taípei, Taívan
StjórnmálaflokkurKuomintang
MakiMao Fumei ​(g. 1901; sk. 1921)
Yao Yecheng ​(g. 1913⁠–⁠1927)
Chen Jieru (g. 1921⁠–⁠1927)
Soong Mei-ling ​(g. 1927)
TrúarbrögðMeþódismi[1]
BörnChiang Ching-kuo
Chiang Wei-kuo (ættleiddur)
HáskóliBaoding-hernaðarháskólinn
StarfHerforingi, stjórnmálamaður
Undirskrift

Chiang Kai-shek (31. október 1887 – 5. apríl 1975), einnig ritað Jiang Jieshi eða Jiang Zhongzheng á latnesku stafrófi, var kínverskur stjórnmálamaður og herforingi sem var leiðtogi Lýðveldisins Kína frá 1928 til dauðadags, fyrst á meginlandi Kína til 1949 en síðan á Taívan eftir að hann var sendur í útlegð. Chiang var áhrifamikill meðlimur kínverska þjóðernisflokksins Kuomintang (KMT) og náinn samstarfsmaður Sun Yat-sen. Hann varð leiðtogi Hernaðarháskólans í Vampóa sem Kuomintang rak og tók við af Sun sem leiðtogi KMT eftir valdarán í Canton árið 1926. Eftir að hafa gert vinstri væng flokksins óvirkan leiddi Chiang norðurleiðangurinn svokallaða, þar sem hann lagði undir sig landsvæði með því að sigra eða semja við hina fjölmörgu stríðsherra sem ríkt höfðu á þessum svæðum frá falli Tjingveldisins.

Frá 1928 til 1948 var Chiang formaður þjóðernisstjórnar Lýðveldisins Kína. Chiang var íhaldssamur í félagsmálum og hélt upp á hefðbundin kínversk gildi. Hann hafnaði bæði lýðræði í vestrænum stíl og þjóðernissinnaða en sósíaldemókratíska lýðræðinu sem Sun hafði aðhyllst og rak þess í stað alræðisstjórn. Þar sem Chiang tókst ekki að friðþægja kínverska kommúnista líkt og Sun hafði gert útrýmdi hann þeim í fjöldamorðum í Sjanghaí og bældi niður uppreisnir í Guangzhou og annars staðar.

Við byrjun seinna stríðs Kína og Japans, sem rann síðar inn í seinni heimsstyrjöldina, þvinguðu undirmenn Chiangs hann til samstarfs við kommúnistana gegn Japönum. Eftir að Japanir voru sigraðir mistókst tilraun Bandaríkjamanna til að semja um samsteypustjórn flokkana árið 1946. Kínverska borgarastyrjöldin hélt áfram og endaði þannig að Kínverski kommúnistaflokkurinn undir stjórn Maó Zedong sigraði þjóðernissinnana og stofnaði Alþýðulýðveldið Kína árið 1949. Ríkisstjórn og her Chiangs flúði til Taívan, þar sem Chiang kom á herlögum og útrýmdi andófsmönnum sínum í svokallaðri „hvítri ógnarstjórn.“

Eftir flóttann til Taívan var það ávallt opinber stefna ríkisstjórnar Chiangs að hún myndi endurheimta kínverska meginlandið. Chiang réð yfir Taívan sem forseti Lýðveldisins Kína og hershöfðingi Kuomintang til dauðadags árið 1975, einu ári áður en Maó dó.

Arfleifð Chiangs er enn umdeild á Taívan í dag. Frá því að lýðræðisleg stjórn var tekin upp á eyjunni eftir dauða hans hefur hans í auknum mæli verið minnst sem harðstjóra og einræðisherra. Stjórn Lýðræðislega framfaraflokkins hefur í seinni tíð lagt áherslu á að fjarlægja styttur og minnisvarða til heiðurs Chiang.[2]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Chiang Kai-shek“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. júní 2017.
  • John Gunther (1. mars 1940). „Chiang Kai-Shek“. Samtíðin. bls. 17-23.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jay Taylor. The Generalissimo: Chiang Kai-Shek and the Struggle for Modern China. (Cambridge, Massachusetts: Belknap Press of Harvard University Press, 2009) bls. 2.
  2. Ævar Örn Jósepsson (25. apríl 2024). „Einræðisherra steypt af stalli hálfri öld eftir dauða sinn“. RÚV. Sótt 26. apríl 2024.
  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.