Bjórstíll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Dæmi um „ættartölu“ bjórstíla

Bjórstíll er hugtak sem er notað til að aðgreina og flokka bjór eftir ýmsum einkennum á borð við bruggunaraðferð, bragð, lit, styrkleika og uppruna. Hugtakið er tiltölulega nýlegt og á rætur að rekja til tilrauna höfunda bóka um bjór til að flokka ólíkar gerðir.

Helstu ættir bjórs eru öl (yfirgerjaður bjór), lager (undirgerjaður bjór), villibjór (gerjaður með villigerjun) og bjór gerður með blandaðri aðferð.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.