Beatrix Hollandsdrottning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beatrix Hollandsdrottning

Beatrix Wilhelmina Armgard (fædd 31. janúar 1938) var drottning Hollands og gegndi embættinu frá 30. apríl 1980, þegar móðir hennar, Júlíana drottning, eftirlét henni krúnuna, og til 30. apríl 2013, þegar elsti sonur hennar, Vilhjálmur Alexander, tók við. Þegar Beatrix var ung stúlka flúði hún land ásamt móður sinni og systur þegar Þjóðverjar tóku Holland í seinni heimsstyrjöldinni, fyrst til Bretlands árið 1940 og síðar til Ottawa í Kanada.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1965 trúlofaðist Beatrix þýskum manni að nafni Claus van Amsberg (f. 6. september 1926, d. 6. október 2002). Val hennar á eiginmanni var umdeilt og olli miklum mótmælum þar sem van Amsberg hafði verið í Hitlersæskunni. Hann öðlaðist þó viðurkenningu þjóðarinnar þegar frá leið og varð einn vinsælasti meðlimur konungsfjölskyldunnar. Þau eignuðust þrjá syni: Vilhjálmur Alexander (f. 1967), Johan-Friso (f. 1968; d. 2013) og Constantijn (f. 1969).