Basalt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Basaltmoli, grágrýti
Reynisfjara
Basalt Tetrahedron

Basalt er basískt storkuberg (gosberg) samansett af plagíóklasi, ólivíni, pýroxeni og seguljárnsteins-steindum. Gjarnan er í því einnig basaltgler. Basalt er með kísilsýru innan við 52%.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Basalti er skipt niður í flokka eftir útliti og gerð:

Grunnmassi[breyta | breyta frumkóða]

Helstu steindirnar eru plagíóklas-feldspat, 40-50% bergsins; pýroxen, 40-50% og málmsteindir einsog oxíð af járni og títani. Fyrir utan þessar steindir þá er gríðarlegt magn af ólivíni.

Dílar[breyta | breyta frumkóða]

Dílar af plagíóklas-feldspati, ólivíni og pýroxen eru algengir í basalti.

Það sem einkennir díla er að þeir sökkva niður í basaltbráð, bæði í hraunum sem bólstrum. Á þetta aðallega við dökku dílana en líka feldspatdíla sem oftast eru kalsíumríkir og eðlisþyngri en móðurkvikan.

Uppruni og Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Berggrunnur Íslands er að meirihluta til úr basalti og um 70% af heildaryfirborði jarðar er talið vera basalt enda myndar það víðast hvar botn úthafanna. Basalt myndast í eldgosum bæði ofansjávar og neðan og sem innskotsberg í jarðskorpunni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er basalt?“. Vísindavefurinn.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson. 1999. Íslenska Steinabókin 2. prentun. ISBN 9979-3-1856-2