American Gothic

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
American Gothic eftir Grant Wood.

American Gothic er málverk eftir Bandaríkjamanninn Grant Wood málað árið 1930. Málverkið er eitt þekktasta bandaríska málverk 20. aldarinnar.

Málverkið er gott dæmi um Regionalisma eða átthagaást en það var hreyfing sem setti sig á móti abstrakt í listum og vildi frekar leggja áherslu á sérkenni, siði og venjur tiltekinna landshluta.

Málverkið er af bónda og dóttur hans sem eru ógift. Fyrirsæturnar á myndinni eru tannlæknir listamannsins og systir hans. Konan er klædd í svuntu með mynstri sem táknar nýlendutíma Bandaríkjana og þau eru í venjubundnum hlutverkum karls og konu. Gafall mansins táknar erfiðisvinnu og blómin fyrir aftan konuna benda til heimilislífs.

Húsið er til í raun og veru í smábænum Eldon í Iowa. Húsið er byggt í ný gotneskum stíl Gothic Revival. Efri glugginn á húsinu er í gotneskum stíl en uppstilling fyrirsætanna er í norður evrópskum endurreisnarstíl (Northern Renaissance).

Þegar málverkið var frumsýnt árið 1930 í Listasafni Chicago varð það strax umtalað og vann til þriðju verðlauna og 300 dollara. Grant Wood fékk mikla umfjöllun viðsvegar í landi sínu.

Parodía[breyta | breyta frumkóða]

Málverkið er hluti af poppmenningu Bandaríkjana og hefur verkið verið notað sem parodía lengi. Einnig hefur verkið verið notað hér af þeim Tvíhöfðabræðrum, Sigurjóni Kjartanssýni og Jóni Gnarr.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]