Ástralía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ástralía

Sjónvarpsstöð Special Broadcasting Service (SBS)
Söngvakeppni Eurovision – Australia Decides
Ágrip
Þátttaka 6 (5 úrslit)
Fyrsta þátttaka 2015
Besta niðurstaða 2. sæti: 2016
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða SBS
Síða Ástralíu á Eurovision.tv

Ástralía hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 6 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2015. Síðan þá hefur landið náð topp-10 úrslitum í fjögur skipti. Það er annað landið utan Evrasíu til að taka þátt í keppninni, síðan að Marokkó keppti árið 1980. Besta niðurstaða landsins er annað sæti sem Dami Im lenti í árið 2016. Hin topp-10 úrslitin voru með Guy Sebastian í fimmta sæti (2015), Isaiah (2017) og Kate Miller-Heidke (2019) í níunda sæti.

Þátttaka Ástralíu átti fyrst að vera aðeins í eitt skipti og aðeins aftur ef landið skyldi sigra. Það var seinna staðfest af SVT að landið fengi að keppa aftur í keppninni árið 2016. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og Special Broadcasting Service (SBS) hafa staðfest þátttöku landsins til ársins 2023.[1]

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)[breyta | breyta frumkóða]

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit U.úrslit
Sæti Stig Sæti Stig
2015 Guy Sebastian Tonight Again enska 5 196 Beint í úrslit [a]
2016 Dami Im Sound of Silence enska 2 511 1 330
2017 Isaiah Don't Come Easy enska 9 173 6 160
2018 Jessica Mauboy We Got Love enska 20 99 4 212
2019 Kate Miller-Heidke Zero Gravity enska 9 284 1 261
2020 Montaigne Don't Break Me enska Keppni aflýst [b]
2021[c] Montaigne Technicolour enska Komst ekki áfram 14 28
2022 Sheldon Riley [4] Not the Same enska 15 125 2 243
2023 Voyager Promise enska 9 151 1 149
2024 Electric Fields

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stjórnendur keppninnar ákváðu að leyfa Ástralíu að fara beint í úrslit til að ekki minnka líkurnar fyrir önnur lönd sem voru að keppa þetta árið.[2]
  2. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
  3. Vegna takmarkanna varðandi ferðalaga í landinu útaf COVID-19 faraldrinum, tók Montaigne þátt með fyrirfram gerðri upptöku af laginu sem var tekin upp í SBS Studios í Sydney, í staðin fyrir að ferðast til Rotterdam þar sem viðburðurinn var haldinn.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Australia secures a spot in Eurovision until 2023“. Aussievision | Eurovision from Down Under (enska). Sótt 12. febrúar 2019.
  2. „Australia to compete in the 2015 Eurovision Song Contest“. eurovision.tv. EBU. 10. febrúar 2015. Sótt 18. febrúar 2020.
  3. „Australia to compete from home using 'live-on-tape' performance“. Eurovision.tv (enska). 19. apríl 2021. Sótt 20. apríl 2021.
  4. „Australia Decides: it's Sheldon Riley to Eurovision! 🇦🇺“. Eurovision.tv. EBU. 26. febrúar 2022. Sótt 28. febrúar 2022.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.