Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1986

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva
Dagsetningar
Úrslit3. maí 1986
Umsjón
StaðurGrieghallen
Bergen, Noregur
KynnarÅse Kleveland
SjónvarpsstöðFáni Noregs NRK
Vefsíðaeurovision.tv/event/bergen-1986 Breyta á Wikidata
Þátttakendur
Fjöldi þátttakenda20
Frumraun landaFáni Íslands Ísland
Taka ekki þáttFáni Grikklands Grikkland Fáni Ítalíu Ítalía
Þátttakendur á korti
  •   Lönd sem taka þátt
Kosning
KosningakerfiDómnefnd í öllum löndum. 10 hæstu gefin stig í hverju landi, 1. sæti: 12 stig, 2. sæti: 10. stig, 3. sæti: 8 stig, 4. sæti: 7 stig og áfram niður í 1 stig fyrir 10. sætið. Öll stig svo lögð saman og það ríki sem hefur flest stig samtals sigrar.
Núll stigEngin
SigurlagFáni Belgíu Belgía
J'aime la vie - Sandra Kim

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1986 var 31. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og var haldin í Grieghallen í Bergen í Noregi 3. maí árið 1986. Þetta var í fyrsta skipti sem Noregur hélt keppnina. Kynnir kvöldsins var Åse Kleveland, þekktur gítarleikari, forseti sambands norsks tónlistarfólks og fyrrum keppandi söngvakeppninnar.

Í keppninni 1986 var í fyrsta sinn konungborið fólk á meðal gesta - Haraldur krónprins, Sonja krónprinsessa, Martha Louise prinessa og Hákon Magnús prins voru öll viðstödd keppnina.

Sandra Kim vann keppnina þetta árið með laginu „J'aime la vie“ fyrir hönd Belgíu. Sandra var þá aðeins 13 ára gömul og er yngsti sigurvegarinn í sögu keppninnar. Núverandi reglur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kveða á um að keppandi verið að hafa náð 16 ára aldri. Ef þeirri reglu verður ekki breytt mun met Söndu aldrei falla. Í texta sigurlagsins segist Sandra vera 15 ára gömul en eftir keppnina kom í ljós að hún var aðeins 13 ára. Sviss, sem varð í öðru sæti, vildi að Sandra yrði dæmd úr leik, en úr því var þó ekki.

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir árið 1985 hafði Noregur fengið það orðspor að vera „núllstigalandið“ enda hafði landið þá þrisvar fengið núll stig í keppninni og sex sinnum verið í síðasta sætinu. Þegar landið loksins vann keppnina árið 1985 nýtti norska ríkisútvarpið, NRK, sér það vel í landkynningar. Haustið 1985 hafði NRK ákveðið að keppnin skyldi vera haldin í Grieghallen í Bergen. Osló, Stafangur, Sandnes og Þrándheimur höfðu þó einnig sýnt áhuga á að halda keppnina.

Þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem keppnin var haldin í Noregi var NRK tilbúið til að eyða þónokkrum fjárhæðum í keppnina og breytti Grieghallen í „víkingaíshöll“. Auk þess klæddist Åse demantsskreyttum síðkjól í opnunaratriði keppninnar. Kjóll þessi vóg heil 6,8 kg og er til sýnis í búningadeild NRK í Marienlyst í Osló.

Í opnunaratriði keppninnar 1986 söng Åse lagið „Welcome to Music“ en texti lagsins var á ensku og frönsku auk þess sem ýmis önnur evrópsk tungumál fylgdu með. Í upphafsræðu sinni sagði Åse frá leið Noregs í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og gleði Norðmanna yfir því að fá loksins að halda hana. Sissel Kyrkjebø og Steinar Ofsdal, ásamt symfóníuhljómsveit norska ríkisútvarpsins fluttu intervalatriði kvöldsins. Þetta atriði varð upphafið að alþjóðlegum ferli Sissel.

Frumraunir og afturkallanir[breyta | breyta frumkóða]

Ísland keppti í fyrsta skiptið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta ár þar sem RÚV hafði loksins náð gervihnattatenginu til útlanda það ár.

Grikkland dróg sig úr keppni, en hefði verið átjánda land á svið með lagið „Wagon-lit“ (βάγκον λι) með söngkonunni Polinu. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI ákvað einfaldlega að taka senda ekki keppanda til Bergen og tók því ekki þátt.

Hljómsveitarstjórnendur[breyta | breyta frumkóða]

  • Lúxemborg - Rolf Soja
  • Júgóslavía - Nikica Kalogjera
  • Frakkland - Jean-Claude Petit
  • Noregur - Egil Monn-Iversen
  • Bretland - enginn
  • Ísland - Gunnar Þórðarson
  • Holland - Harry van Hoof
  • Tyrkland - Melih Kibar
  • Spánn - Eduardo Leiva
  • Sviss - Atilla Sereftug
  • Ísrael - Yoram Zadok
  • Írland - Noel Kelehan
  • Belgía - Jo Carlier
  • Þýskaland - Hans Blum
  • Kýpur - Martyn Ford
  • Austurríki - Richard Österreicher
  • Svíþjóð - Anders Berglund
  • Danmörk - Egil Monn-Iversen
  • Finnland - Ossi Runne
  • Portúgal - Colin Frechter

Úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Röð Land Flytjandi Lag Tungumál Sæti Stig
01 Fáni Lúxemborgar Lúxemborg Sherisse Laurence "L'amour de ma vie" Franska 3 117
02 Júgóslavía Doris Dragović "Željo moja" Króatíska 11 49
03 Fáni Frakklands Frakkland Cocktail Chic "Européennes" Franska 17 13
04 Fáni Noregs Noregur Ketil Stokkan "Romeo" Norska 12 44
05 Fáni Bretlands Bretland Ryder "Runner in the Night" Enska 7 72
06 Fáni Íslands Ísland ICY "Gleðibankinn" Íslenska 16 19
07 Fáni Hollands Holland Frizzle Sizzle "Alles heeft ritme" Hollenska 13 40
08 Fáni Tyrklands Tyrkland Klips ve Onlar "Halley" Tyrkneska 9 53
09 Fáni Spánar Spánn Cadillac "Valentino" Spænska 10 51
10 Fáni Sviss Swiss Daniela Simmons "Pas pour moi" Franska 2 140
11 Fáni Ísraels Ísrael Moti Giladi & Sarai Tzuriel "Yavo Yom" (יבוא יום) Hebreska 19 7
12 Fáni Írlands Írland Luv Bug "You Can Count On Me" Enska 4 96
13 Fáni Belgíu Belgía Sandra Kim "J'aime la vie" Franska 1 176
14 Fáni Þýskalands Þýskaland Ingrid Peters "Über die Brücke geh'n" Þýska 8 62
15 Fáni Kýpur Kýpur Elpida "Tora Zo" (Τώρα ζω) Gríska 20 4
16 Fáni Austurríkis Austuríki Timna Brauer "Die Zeit ist einsam" Þýska 18 12
17 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Lasse Holm & Monica Törnell "E' de' det här du kallar kärlek?" Sænska 5 78
18 Fáni Danmerkur Danmörk Lise Haavik "Du er fuld af løgn" Danska 6 77
19 Fáni Finnlands Finnland Kari Kuivalainen "Never The End" Finnska 15 22
20 Fáni Portúgals Portúgal Dora "Não sejas mau para mim" Portúgalska 14 28

Stigagjöf[breyta | breyta frumkóða]

Sigurlagið „J'aime la vie“ frá Belgíu hlaut stig frá dómnefndum allra landa. Eftir að fyrstu tvær dómnefndirnar höfðu gefið sín stig var Belgía með afgerandi forystu út alla stigagjöfina og það haðfi ekki gerst svo snemma síðan ABBA vann árið 1974. Þar að auki var Sviss í öðru sæti mestan hluta stigagjafarinnar. Hefð hafði verið fyrir því hjá dómnefndum að gefa lagi gestgjafanna mörg stig en það gerðist ekki í þetta sinn. Lag Noregs „Romeo“ fékk aldrei fleiri en sex stig af tólf möguleikum frá nokkurri dómnefnd.

Belgía sló stigamet í keppninni en Sandra hlaut alls 176 stig. Svo há tala hafði aldrei áður sést. Met þetta hélst allt til ársins 1993 þegar Írland fékk alls 187 stig. Sandra hlaut 77,2% af mögulegum stigum, sem var árið 2016, enn áttundi besti árangur sigurvegara söngvakeppninnar.

Tólf stig[breyta | breyta frumkóða]

x Keppandi Tólf stig frá
5 Belgía Finnlandi, Frakklandi, Írlandi, Portúgal, Tyrklandi
Sviss Belgíu, Ísrael, Lúxemborg, Hollandi, Svíþjóð
3 Írland Austurríki, Danmörku, Spáni
2 Lúxemborg Þýskalandi, Noregi
Svíþjóð Íslandi, Sviss
1 Júgóslavía Kýpur
Tyrkland Júgóslavíu
Þýskaland Bretlandi

Ísland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1986[breyta | breyta frumkóða]

Ísland keppti í fyrsta skiptið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1986. Forkeppni var haldin á Íslandi og varð lagið „Gleðibankinn“ með Pálma Gunnarssyni hlutskarpast. Eftir forkeppnina bættust Helga Möller og Eiríkur Hauksson við og úr varð söngflokkurinn ICY. Mikil eftirvænting var í Íslendingum fyrir keppnina enda átti landið að vinna hana. Svo fór nú ekki því Ísland fékk aðeins 19 stig og lenti því í 16. sæti. Ísland hlaut mest sex stig, frá Spáni. Alls gáfu dómnefndir fimm landa Íslandi stig. Það voru dómnefndir Hollands, Tyrklands, Spánar, Kýpur og Svíþjóðar. Svíþjóð hlaut til baka tólf stig Íslendinga. Íslenska dómnefndin gaf sigurlagi ársins, „J'aime la vie“ frá Belgíu, tíu stig. Þorgeir Ástvaldsson skýrði Íslendingum frá keppninni og stigakynnir var Guðrún Skúladóttir.

Skýrendur[breyta | breyta frumkóða]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

  • Lúxemborg - Valérie Sarn (RTL Télécision), TBC (RTL plus)
  • Júgóslavía - Mladen Popovic (TVB1, Ksenija Urlicic (TVZ 1, Misa Molk
  • Frakkland - Patrice Laffont (Antenne 2)
  • Noregur - Knut Bjørnssen (NRK)
  • Bretland - Terry Wogan (BBC 1)
  • Ísland - Þorgeir Ástvaldsson (Sjónvarpið)
  • Holland - Leo van der Goot (Nederland 1)
  • Tyrkland - Gülgün Baysal (TRT)
  • Spánn - Antonio Gómez Mateo (TVE2)
  • Sviss - Bernard Thurnheer (DRS), Serge Moisson (SSR), Ezio Guidi (TSI)
  • Ísrael - enginn
  • Írland - Brendan Balfe (RTÉ 1)
  • Belgía - Patrick Duhamel (RTBF La Une), Luc Appermont (BRT TV1)
  • Þýskaland - Ado Schlier (Erstes Deutsches Fernsehen)
  • Kýpur - Neophytos Taliotis (RIK)
  • Austurríki - Ernst Grissemann (FS1)
  • Svíþjóð - Ulf Elfving (SVT, TV1)
  • Danmörk - Jørgen de Mylius (DR TV)
  • Finnland - Heikki Harma og Kari Lumikero (YLE TV1)
  • Portúgal - Fialho Gouveia (RTP1)
  • Grikkland (keppti ekki) - Mako Georgiadou (ERT)

Útvarp[breyta | breyta frumkóða]

  • Lúxemborg - André Torrent (RTL Radio)
  • Frakkland - Julien Lepers (France Inter)
  • Noregur - Erik Diesen og Sverre Christophersen (NRK P1)
  • Bretland - Ray Moore (BBC Radio 2)
  • Tyrkland - Fatih Orbay og Bülent Osma (TRT Radyo 3)
  • Ísrael - Daniel Pe'er (Reshet Gimel)
  • Írland - Lerry Gogan (RTÉ Radio 1)
  • Belgía - Julien Put og Herwig Haes (BRT Radio 2)
  • Þýskaland - Peter Urban (Deutschlandfunk/NDR Radio 2)
  • Kýpur - Pavlos Pavlou (CyBC Radio 2)
  • Austurríki - Hans Leitinger (Hitradio Ö3)
  • Svíþjóð - Jacob Dahlin (SR P3)
  • Danmörk - Poul Birch Eriksen (DR P3)
  • Finnland - Heimo Holopainen og Erkki Vihtonen (YLE Radio Suomi)
  • Portúgal - Rialho Gouveia (RDP Antena 1)

Stigakynnir[breyta | breyta frumkóða]

  • Lúxemborg - Frédérique Ries
  • Júgóslavía - Enver Petrovci
  • Frakkland - Patricia Lesieur
  • Noregur - Nina Matheson
  • Bretland - Colin Berry
  • Ísland - Guðrún Skúladóttir
  • Holland - Joop van Zijl
  • Tyrkland - Ümit Tunçag
  • Sviss - Michel Stocker
  • Ísrael - Yitzhak Shim'oni
  • Írland - John Skehan
  • Belgía - Jacques Olivier
  • Þýskaland - Christoph Deumling
  • Kýpur - Anna Partelidou
  • Austurríki - Tilia Herold
  • Svíþjóð - Agneta Bolme-Börjefors
  • Danmörk - Bent Henius
  • Finnland - Solveig Herlin
  • Portúgal - Margarida Andrade

Dómnefndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Ísland - Berglind Orradóttir, Davíð Scheving Thorsteinsson, Elsa Björnsdóttir, Guðjón Vigfússon, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Karl Þorsteins, Margrét Stefánsdóttir, Ríkharður Ríkharðsson, Salóme Þorkelsdóttir, Sigurdór Sigurdórsson og Svanhildur Kristjónsdóttir.
  • Tyrkland - Ayça Eren, Ziya Anadol, Kaan Bozoğlu, Ayşegül Soyalp, Özlem Budakoğlu, Fatma Dikmen, Alaaddin Torun, İlhan Aslanboğanö Zahıde Azılıö Saadet Aktemel og Suhal Eriş.
  • Spánn - José María Tíó, Carolina Conejero, Rosario Cabanas, Rafael Camino, Marta Cantón, Emili Aragón, María Cuadra, Javier Escrivá, Blanca Fernández Ochoa, Antonio Imízcoz og Pablo Pérez.
  • Bretland - David Elder, Gary Speirs, Sue Lloyd o.