Ábyrg framtíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Ábyrgar framtíðar

Ábyrg framtíð er íslenskur stjórnmálaflokkur. Hann var stofnaður 27. júlí 2021 af baráttuhóp gegn sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 og sem talaði fyrir mikilvægi lýðræðislegs ferlis sóttvarnarviðbrögðum og mikilvægi þess að virða stjórnarskrárbundin réttindi.[1] Hópurinn hafði einnig varað við hættur af notkun bóluefna sem enn voru á tilraunastigi[2]. Grunnstefna Ábyrgrar framtíðar er að tala fyrir að valdhafar þurfi að bera ábyrgð á embættisgjörðum sínum, og þegar það er ekki hægt þurfi að auka vald borgaranna yfir eigin lífi.

Undanfari baráttu hópsins voru tíð skrif Jóhannesar Loftssonar árið 2020, þar sem talað var mjög sterkt gegn hörðum sóttvarnaaðgerðum. Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningunum 2021[3] og til borgarstjórnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum 2022.

Alþingiskosningar 2021[breyta | breyta frumkóða]

Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningunum 2021 og var tilkynnt um framboðið 10. september 2021 í fjölmiðlum.[4] Flokkurinn ætlaði uppaflega að bjóða fram í tveimur kjördæmum, Reykjavík Norður og Suðurkjördæmi en vegna fárra undirskrifta gátu þau einungis boðið fram í Reykjavíkurkjördæmi Norður sem gerði það meðal annars að formaður flokksins, Jóhannes Loftsson gat ekki kosið flokkinn í kosningunum.[5]

Flokkurinn fékk 0,1% fylgi, 144 atkvæði og enga þingmenn kjörna.[6]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jóhannes Loftsson; og fleiri (febrúar 2021). „Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á sóttvarnarlögu, nr. 19/1995“ (PDF). alþingi.
  2. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, Helgi Örn Viggósson, Jóhannes Loftsson (júní 2021). „Erum við á réttri leið“. covidspyrnan.is.
  3. „Efasemdafólk um sóttvarnir og bólusetningar stofna nýjan flokk og bjóða fram í næstu kosningum“. DV. 27. júlí 2021. Sótt 28. september 2021.
  4. „Ellefu listar í tveimur kjördæmum“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2021.
  5. „Getur hvorki kosið sjálfan sig né flokk sinn“. RÚV. 24. september 2021. Sótt 28. september 2021.
  6. „Úrslit Alþingiskosninga 2021“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2021.