Yrsa Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Yrsa Sigurðardóttir, 2009

Vilborg Yrsa Sigurðardóttir (f. 24. ágúst 1963 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur. Hún er stúdent frá MR 1983 og byggingaverkfræðingur, en sendi frá sér sína fyrstu barnabók, Þar lágu Danir í því, árið 1998. Á eftir komu barna-/unglingabækurnar Við viljum jól í júlí (1999), sem hlaut viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands, Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið (2000), B 10 (2001) og Bíóbörn (2003) sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin það ár.

Fyrsta „fullorðinsbók“ Yrsu, spennusagan Þriðja táknið, kom út árið 2005. Hún hlaut mjög góðar viðtökur og hefur verið þýdd á sjö tungumál.

Glæpasögur Yrsu Sigurðardóttur[breyta]

  • Þriðja táknið (2005)
  • Sér grefur gröf (2006)
  • Aska (2007)
  • Auðnin (2008)
  • Horfðu á mig (2009)
  • Ég man þig (2010)
  • Brakið (2011)
  • Kuldi (2012)
  • Lygi (2013)
  • DNA (2014)

Tenglar[breyta]