Wuchang-Leirslabbi
Wuchang leirslabbi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Megalobrama amblycephala P. L. Yih, 1955[2] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Megalobrama amblvcephala Yih, 1955[3] |
Wuchang-Leirslabbi (Megalobrama amblycephala) er tegund af ferskvatnsfisk af Karpaætt innfædd í Wuhcang-héraði í ánni Yangtze sem rennur í gegnum meginland Kína.
Fiskinn er að finna í Yuli-vatni og Newshan-vatni sem er aðeins 256 km2 stórt og er tangi út af Liangzi-vatni.
Tegundin lifir í ferskvatni á 5-20 m dýpi og vatnið er 10°C - 20°C. Tegundin er mikilvægur eldisfiskur og árið 2012 var heildarafli Wuchang-Leirslabba í 12.sæti yfir lista yfir mikilvægustu fisktegundir í fiskeldi, með heildarafla upp á 710 þúsund tonn og verðmæti upp á rúmlega 1,16 milljarð dollara.
Wuchang-Leirslabbastofninn hefur farið minnkandi vegna ofveiða og minni eldisframleiðslugetu vegna stíflna til vatnsaflsvirkjunnar. Eins og staðan er nú er talið að tegundin sé flokkuð í ,,Lítið áhyggjuefni” vegna þess að tegundin er strjálbýl, miðað við rannsóknir gerðar árið 2011 sem eru á rauðum lista IUCN yfir lífverur í útrýmingarhættu. Fylgjast þarf með stofninum og rannsaka aftur ef þekktar ógnir hafa meiri áhrif en talið er. Engar staðfestar upplýsingar eru um stærð stofnsins.
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Höfuðið er lítið og stutt en búkur hár og grannur. Munnur er skásettur og tennurnar tálknboga. Grár á bakinu, með svartar lóðréttar strípur og silfurhvítur á maganum, allir uggarnir eru grængráir.
Stærstu Wuchang-Leirslabbar sem vitað er um hafa verið um 2 metrar á lengd og vigta um 3 kg.
Fæða
[breyta | breyta frumkóða]Villtur Wuchang-Leirslabbi á lirfustigi fæðist aðallega á dýrasvifi eins og flóm t.d. krabbaflóm. Á fullorðinsstigi borðar hann nokkrar tegundir vatnagrasa. Munnur þeirra er lítill og vegna þess er geta þeirra til fæðuöflunar mikið minni en hjá t.d. vatnakarpa. Tegundin nær sér í fæði á litlu dýpi eða miðsvæðis í vötnum, nálægt árbökkum, eða í skurðum.
Fæði eldisfiska er misjöfn eftir eldi en er aðalega fóður úr hrísgrjónum og hveitikornum, á því fæði getur Wuchang-Leirslabbi þyngst frá lirfustigi í allt að 500 g á 10 mánuðum.
Fiskarnir hafa einnig verið aldnir á soya-baunum, það hefur sýnt góð viðbrögð til stækkunar.
Eldi á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Wuchang-Leirslabbi myndi líklega ekki henta sérstaklega vel til eldis á Íslandi vegna þess að hann byrjar að deyja þegar hitastig vatnsins fer niður fyrir 0,5°C eða yfir 40°C, á Íslandi fer hitastig vatna oft undir 0,5°C að vetrarlagi.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Soyaqua.org[óvirkur tengill]
- Fao.org Geymt 18 maí 2017 í Wayback Machine
- Fao.org
- Fishbase.org
- China.org.cn
- Fao.org
- Iucnredlist.org[óvirkur tengill]
- Visindavefur.is
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Zhao, H. (2011). "Megalobrama amblycephala". IUCN Red List of Threatened Species. Version 2014.3. International Union for Conservation of Nature.
- ↑ Froese, Rainer and Pauly, Daniel, eds. (2014). "Megalobrama amblycephala" in FishBase. November 2014 version.
- ↑ Zhu, S.-Q. (1995) Synopsis of freshwater fishes of China., Jiangsu Science and Technology Publishing House i-v + 1-549.