Wolfgang Müller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wolfgang Müller er þýskur tónlistar- og myndlistarmaður, fæddur í Wolfsborg árið 1957, en búsettur í Berlín frá áttunda áratugnum. Hann var meðal stofnenda hljómsveitarinnar og gjörningalistahópsins Die Tödliche Doris, sem starfaði frá 1980 til 1987. Frá tíunda áratugnum hefur hann fengist mikið við íslensk viðfangsefni í list sinni, meðal annars íslenska þjóðtrú um álfa og huldufólk. Árið 2003 gaf hann út hljómplötuna Mit Wittgenstein in Krisuvik, en innblásturinn að titli plötunnar er ferðalag austurríska heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein til Íslands árið 1912.