Willem Barents

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverkið Dauði Willems Barents eftir Christiaan Julius Lodewyck Portman.

Willem Barents (~155020. júní 1597) var hollenskur landkönnuður, frægur fyrir könnunarleiðangra sína til Norður-Íshafsins. Takmark hans var að finna norðausturleiðina frá Evrópu til Austur-Asíu. Á ferðum sínum sá hann meðal annars Svalbarða og Bjarnarey. Hann gerði þrjár árangurslausar tilraunir frá árinu 1594 til 1597 og lést sjálfur í síðustu ferðinni eftir að leiðangursmenn höfðu setið fastir í ísnum fyrir norðan Novaja Semlja og verið þannig fyrstir Evrópumanna til að eyða heilum vetri á Norðurheimskautsvæðinu.

Barentshaf heitir eftir honum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.