Wikipedia:Kynning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedía er frjálst alfræðirit skrifað í samvinnu fjölmargra notenda um allan heim. Allar breytingar eru skráðar í breytingaskrá einstakra síðna. Aðrir notendur fylgjast með því hvaða breytingar eru gerðar og fjarlægja skemmdarverk og bull yfirleitt fljótt.

Um hvað má ég skrifa?[breyta frumkóða]

Þú getur skrifað um næstum því hvað sem er ef það er markvert og ef viðfangsefnið hefur fengið mikla umfjöllun í bókum eða fréttum. Ef þú ætlar að skrifa um manneskju getur verið gott að kíkja á viðmiðin um hvenær fólk sé nógu markvert fyrir grein, og þú skalt vera sérlega passasamur ef viðkomandi er enn á lífi og bera virðingu fyrir einkahögum fólks.

Til eru nokkrir listar sem þú getur litið yfir og fundið greinar sem þarfnast bóta:

Vinsamlegast ekki skrifa:

  • Greinar um sjálfan þig, fjölskyldu þína, vini þína, fyrirtækið þitt, hljómsveitina þína, eða bókina þína.
  • Greinar sem gætu litið út eins og auglýsing.
  • Þínar eigin tilgátur. Frumrannsóknir eru ekki leyfðar.

Hvernig skrifa ég nýja grein?[breyta frumkóða]

Það er auðvelt að búa til nýja grein á Wikipedíu. Ef þú ert búinn að nota leitarvélina og sérð að greinin þín er ekki til nú þegar skaltu stimpla titil hennar inn hérna og búa hana til:

Það getur verið gott að búa til aðgang fyrst, en það er ekki nauðsynlegt.

  • Greinin verður að byrja á inngangi sem skilgreinir viðfangsefnið á skýran máta.
  • Mjög mikilvægt er að greinin sé um efni sem fleiri en afmarkaður hópur viti um, auðskiljanleg, hlutlaus, og vísi í ritaðar heimildir fyrir öllum staðhæfingum.
  • Í boði eru tvær leiðir til að skrifa texta á Wikipedíu:
    • Sýnilegar breytingar er mjög þægileg leið til að skrifa. Það er sá hamur sem maður fær upp þegar maður ýtir á Breyta. Þar geturðu mjög auðveldlega stillt útlit og bætt við hlekkjum í aðrar greinar.
    • Frumkóði er hrár texti sem tölvur skilja. Frumkóða-haminn fær maður upp þegar maður ýtir á Breyta frumkóða. Allar greinar á Wikipedíu eru í raun geymdar á frumkóðanum og þó að maður geti vanalega komist hjá því að þurfa að skrifa frumkóða þarf maður stundum að grípa til hans ef maður er að gera eitthvað flókið. Maður þarf líka að skrifa í frumkóða á spjallsíðunum, en þú þarft ekki að kunna frumkóða til að leggja til málsins. Í frumkóðanum eru takkar til að gera flest það sem þarf til að búa til grein.
    • Þú getur skipt á milli þessara tveggja leiða með því að ýta á blýantinn uppi í hægra horninu.
  • Umorðaðu allt efni sem þú hefur fundið (úr heimildum).
  • Mjög mikilvægt er að vísa í heimildir fyrir því sem þú segir í greinum. Þú getur sett inn tilvísanir með því að ýta á Heimild og stimpla inn vefslóð, eða Heimild > Handvirkt > Vefheimild og stimpla þar inn upplýsingar. Tilvísanir eru settar í lok efnisgreinar eða lok setningar.
  • Þegar þú ert búinn ýtirðu á bláa hnappinn Birta síðu.
  • Nú ert þú búinn að gefa út þína fyrstu grein. Eins og þú veist er Wikipedía samvinnuverkefni og nú geta aðrir notendur unnið áfram að greininni. Það á enginn greinar á Wikipedíu.
  • Ef þú lendir í vandræðum eða ert í vafa um eitthvað í greininni geturðu sett inn skilaboð á spjallsíðu greinarinnar. Aðrir notendur sem fylgjast með öllum breytingum á greinum munu þá líta við.

Hverju má ég breyta á öðrum greinum?[breyta frumkóða]

Fylgdu Breyta tenglinum til að virkja breytingarham

Það er alltaf hægt að bæta grein. Ef þú sérð eitthvað á grein sem að mætti bæta hvetjum við þig til að taka af skarið og bæta það. Vertu óhræddur við að gera breytingar! Það er alltaf hægt að laga mistök eftir á. Kíktu á leiðbeiningarnar hérna fyrir ofan um hvernig maður skrifar texta á Wikipedíu.

Ef þú kannt ekki að breyta einhverju ákveðnu, ert í vafa með hvort það ætti að breyta, eða heldur að breytingarnar þínar gætu verið umdeildar geturðu sett inn skilaboð á spjallsíðu greinarinnar. Aðrir notendur sem fylgjast með öllum breytingum á greinum munu þá líta við og svara.

Þegar þú ert búinn að breyta ýtirðu á bláa hnappinn Gefa út breytingar og lýsir því hverju þú breyttir.

Næstu skref[breyta frumkóða]