Wikipedia:Gæðagreinar/Kris Kristofferson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kris Kristofferson árið 2006
Kris Kristofferson árið 2006

Kris Kristofferson (f. 22. júní 1936) er bandarískur kántrýsöngvari, laga- og textahöfundur og kvikmyndaleikari. Hann er þekktastur fyrir lög á borð við „Me and Bobby McGee“, „Sunday Mornin' Comin' Down“ og „Help me make it through the Night“. Flest lög sín hefur hann samið einn en stöku sinnum í samvinnu við aðra.

Kris fæddist í Brownsville í Texas. Foreldrar hans voru á faraldsfæti en settust loks að í San Mateo í Kaliforníu þar sem Kris lauk framhaldsskólanámi. Faðir hans var yfirmaður í bandaríska flughernum og reyndi að beina syni sínum út á braut hermennskunnar án árangurs. Kris var vaxandi rıthöfundur á þessum tíma og fékk skólastyrk við Merton College í Oxford á Englandi, en hafði áður gengið í Pomona College í Bandaríkjunum. Á skólaárunum í Bretlandi hóf hann að yrkja texta og söng á plötur fyrir Top Rank Records undir nafninu Kris Carson. Þessar plötur nutu ekki mikilla vinsælda.

Árið 1960 lauk hann meistaragráðu í enskum bókmenntum og virðist sú menntun hans skína í gegn í laginu „The Best of All Possible Worlds“, sem er í anda þeirrar heimspekilegu bjartsýnisstefnu, sem Voltaire hæddist sem mest að í skáldsögu sinni, Birtíngi (Candide).

Lesa áfram um Kris Kristofferson...