Wikipedia:Gæðagreinar/Kópavogur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mikil uppbygging var í sunnan- og austanverðum Kópavogi á 1. áratug 21. aldar.
Mikil uppbygging var í sunnan- og austanverðum Kópavogi á 1. áratug 21. aldar.

Kópavogsbær er sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem liggur sunnan við Reykjavík og norðan við Garðabæ og á jafnframt landsvæði á Sandskeiðum og Húsfellsbruna. Bærinn dregur nafn sitt af voginum sunnan við Kársnes. Kópavogur er fjölmennastur þeirra bæja sem liggja í kringum Reykjavík og er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag á Íslandi, með 31.198 íbúa í janúar árið 2012.

Þar var Kópavogsfundurinn haldinn árið 1662, en allt fram á 20. öld voru einungis nokkrir bústaðir og býli í Kópavogi. Á 4. áratug 20. aldar var byrjað að úthluta lóðum í landi Kópavogs og ollu þjóðfélagsaðstæður því að fólksfjölgun var mikil og hröð. Kópavogshreppur klofnaði frá Seltjarnarneshreppi árið 1948 og fékk svo kaupstaðarréttindi 1955. Undir lok 20. aldarinnar og í byrjun 21. aldar var mikil uppbygging í Kópavogi. Sem úthverfi Reykjavíkur eru aðallega íbúðasvæði í Kópavogi, en vegna staðsetningar sinnar í miðju höfuðborgarsvæðisins er einnig mikið af atvinnuhúsnæði og þjónustu í bænum. Þar er stærsta verslunarmiðstöð landsins, Smáralind, hæsta bygging landsins Smáratorg 3 og mikil viðskiptastarfsemi.

Lesa áfram um Kópavog...