Wikipedia:Úrvalsgreinar/Bjór á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslenskur lager frá Vífilfelli.
Íslenskur lager frá Vífilfelli.

Bjór á Íslandi er framleiddur af fimm íslenskum brugghúsum. Langstærstu framleiðendurnir eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vífilfell. Mest af þeim bjór sem framleiddur er á Íslandi er ljós lagerbjór með 4,5-5,5% áfengismagn. Sala á áfengu öli var bönnuð á Íslandi frá upphafi bannáranna 1915 til 1. mars 1989 sem var kallaður „bjórdagurinn“ eða „B-dagurinn“ og þykir sumum við hæfi að gera sér dagamun þennan dag æ síðan. Íslenska ríkið hefur einkarétt á smásölu áfengis og er salan í höndum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Áfengisgjald sem er lagt á bjór á Íslandi er það langhæsta í Evrópu ef Noregur er undanskilinn.

Öl var helsti áfengi drykkurinn á Íslandi fram eftir öldum og ölhitun hefur þekkst á landinu frá landnámi. Öl var ýmist kallað öl eða mungát. Hluti innihaldsins fyrir ölgerðina, s.s. malt og mjaðarlyng (pors), var gjarnan innfluttur en hugsanlega hafa innlendar jurtir á borð við vallhumal, mjaðjurt og augnfró verið notaðar til að krydda ölið í stað mjaðarlyngs. Þetta óhumlaða öl gat skemmst vegna skjaðaks. Ölgögn til heimabruggunar öls voru til víða og jafnvel sérstök hituhús þar sem bruggunin fór fram. Heimildir eru til um bruggun öls á biskupsstólunum og í klaustrunum. Malt virðist hafa verið álitin nauðsynjavara.

Lesa áfram um bjór á Íslandi...