Persónur í söguheimi Harry Potter-bókanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Weasley-fjölskyldan)

Persónur í söguheimi Harry Potter-bókanna eru fjölmargar og koma fyrir víða í Harry Potter-bókunum og kvikmyndum sem gerðar hafa verið upp úr söguheimi þeirra.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Harry Potter[breyta | breyta frumkóða]

Harry James Potter fæddist þann 31. júlí árið 1980. Harry Potter er lítill og mjór, með dökkt og úfið hár. Hann er með græn augu, kringlótt gleraugu og ör á enninu, sem er í laginu eins og elding. Hann er lifandi eftirmynd föður síns, en er með grænu augun frá móður sinni. Foreldrar hans voru James Potter og Lily (Evans) Potter. Harry er þekktur um allan galdraheiminn sem „drengurinn sem lifði af“.

Á hrekkjavöku þegar Harry var rúmlega eins árs kom Voldemort, einn verst innrætti galdramaður sem uppi hafði verið, heim til hans með það í huga að myrða hann og móður hans, því hún var af muggaættum. Ástæðan var sú að spákona nokkur hafði spáð fyrir um að drengur sem líklega var Harry myndi einhvern daginn sigra Voldemort, hinn myrka herra.

Voldemort mistókst hins vegar að drepa Harry, en foreldrar hans fórnuðu lífi sínu til að reyna að vernda hann. Þegar Voldemort kastaði drápsbölvun á Harry endurkastaðist hún á Voldemort svo að hann missti máttinn og hvarf á braut, nær dauða en lífi. Harry var hins vegar óskaddaður, fyrir utan eldingarlaga örið á enninu sem hann hlaut við bölvunina.

Þar með var Harry munaðarlaus og var skilinn eftir hjá móðursystur sinni (Petuniu) og fjölskyldu hennar, ásamt bréfi sem útskýrði það sem gerst hafði. Ættingjar Harrys voru öll muggar, venjulegt fólk án galdrahæfileika, og höfðu sérstaka andstyggð á göldrum og öllu sem var óvenjulegt. Hann bjó við yfirgengilegt harðræði alla bernsku sína og fékk ekki að vita neitt um galdraheiminn.

Á ellefta afmælisdegi Harrys komst hann að því hver hann var í raun og veru. Þá um haustið fékk hann að fara í Hogwartsskóla þar sem hann lærði galdra og fjölkynngi. Hann lenti í Gryffindor heimavistinni sem er ein af fjórum heimavistum skólans og er heimavist hinna hugdjörfu. Í Hogwart eignaðist Harry fjöldann allan af góðum vinum og voru bestu vinir hans Ron Weasley og Hermione Granger. Harry keppti með heimavistarliðinu sínu í Quidditch, sem leitari og er Quidditch íþróttaleikur galdramanna og kvenna. Hann var yngsti leikmaðurinn í heila öld til að keppa í innanskólakeppninni.

Harry á snæugluna Hedwig sem Hagrid gaf honum í afmælisgjöf þegar hann varð 11 ára. Hedwig fer oft í póstferðir fyrir hann en hún er talin óvenju klár af uglu að vera.

Samband Harrys og Dumbledores skólastjóra er mjög sérstakt og virðist oft sem Harry eigi erfitt með að viðurkenna fyrir Dumbledore þegar hann á í vandræðum eða þegar honum líður illa. Samt virðist skólameistarinn alltaf vita nokkurn veginn hvað er að gerast hjá honum og gerir sitt besta til að líta eftir stráknum.

Sirius Black er guðfaðir Harrys og eru þeir góðir vinir. Í honum fann Harry föðurinn sem hann man ekkert eftir og í Harry sér Sirius besta vin sinn endurborinn. Remus Lupin var annar af bestu vinum James og kenndi hann Harry í skólanum eitt árið. Hann er varúlfur og það er í raun honum að þakka að Harry og Sirius kynntust. Hann er einn sá besti kennari sem Harry hefur nokkurn tímann haft í skólanum.

Töfrasprotar Harrys (28 cm úr kristþyrnisviði, fjöður úr fönix) og Voldemorts (34 cm ýviður, fjöður úr fönix) eru tengdir þar sem þeir eru bræðrasprotar og er kjarni þeirra úr fjöðrum af fönixinum Fawkes sem er gælufönix Dumbledores. Þessar tvær fjaðirir eru einu fjaðrirnar sem þessi ákveðni fönix hefur nokkurntíman gefið af sér til töfrasprotagerðar. Harry fékk líka ýmsa aðra af kröftum Voldemorts þegar hann missti máttinn. Því er Harry talsvert máttugri en aðrir jafnaldrar hans og jafnvel fullþroskaðir galdramenn og auk þess talar hann slöngutungu sem er sjaldgæfur hæfileiki meðal galdramanna. Þennan hæfileika hafði Voldemort líka.

Á fjórða ári sínu í Hogwart tók Harry þátt í Þrígaldraleikunum sem voru þá haldnir í fyrsta skipti í yfir 100 ár. Hann var yngsti keppandinn og hefði í raun ekki átt að taka þátt en brögðum var beitt til að hann yrði fyrir valinu. Sá sem stóð fyrir því var yfirlýstur stuðningsmaður Voldemorts og sá hann einnig til þess að Harry stæði uppi sem sigurvegari leikanna þar sem bikarinn var leiðarlykill sem flutti hann beina leið til Voldemorts og þjóna hans. Þar var Harry notaður, gegn eigin vilja, í athöfn til að endurreisa hinn myrka herra. Eftir mikið og erfitt einvígi við Voldemort komst Harry þó heilu og höldnu heim til Hogwart þar sem hann gat sagt frá því sem fram hafði farið um kvöldið.

Í fimmtu bókinni kemst Harry að því að Sirius á heima í Hroðagerði 12 og að þar hefur Fönixreglan aðsetur. Hann kemst seinna að því að mamma hans og pabbi, ásamt fleiri foreldrum vina hans voru í upprunalegu reglunni. Í Hogwart kemur fimmti kennarinn í Vörnum Gegn Miklu Öflunum síðan Harry hóf nám sitt við skólann. Hún heitir Dolores Umbridge og hefur mikinn aga, sérstaklega á krökkunum úr Gryffindor. Harry, Ron og Hermione stofna Varnarlið Dumbledores, og eiga þau samskipti við hina með gallonum og eru samskipti þeirra haldin í Þarfaherberginu. Eftir nokkuð mikla æfingu hjá Varnarliði Dumbledores, ákveður Harry að fara í galdramálaráðuneytið og finna spádóminn um hann og Voldemort. Með honum fara nokkrir vinir hans eins og t.d. Ron, Hermione, Neville Longbottom, Ginny og Luna Lovegood. Þá hefur Voldemort sent drápara sína á staðinn og tefja þeir Harry frá spádómnum þangað til Voldemort kemur þangað sjálfur. Þá hefst mikill bardagi, sem endar með því að Sirius deyr.

Hermione Granger[breyta | breyta frumkóða]

Hermione Jean Granger (borið fram [həˈmaɪ.ə.niː]?) er persóna úr bókunum um Harry Potter eftir J.K. Rowling. Hún á að vera fædd 19. september 1979. Hermione gengur í galdraskólann Hogwarts ásamt Harry og Ron. Hermione kynntist ekki galdraheiminum fyrr hún var 11 ára, enda er hún fædd inn í muggafjölskyldu, en foreldrar hennar eru bæði tannlæknar.

Hermione er án efa gáfaðasta nornin í árganginum. Hún hefur dálæti á bókum, og er bókasafnið í Hogwartskóla hennar uppáhaldsstaður. Hún er þó ekki eins góð í námsgreinum sem hún getur ekki lesið sér til um og þar með lært, t.d. Quidditch og spádómafræði.

Hermione er ein allra mikilvægasta persóna bókaflokksins. Á lokasprettinum nýtur Harry aðstoðar hennar og hefði án efa ekki getað án hennar verið. Í kvikmyndunum um Harry Potter er Hermione leikin af Emmu Watson.

Hún og Ron Weasley hafa alltaf verið svolítið hrifin af hvort öðru, en einnig borið vott af pirringi í garð hvors annars. Í sjöundu bókinni tekur Hermione loksins af skarið og kyssir Ron í miðjum bardaga í Hogwartskóla. Þau giftast seinna, og eignast tvö börn, Hugo og Rose.

Ron Weasley[breyta | breyta frumkóða]

Ronald „Ron“ Bilius Weasley (fæddur 1. mars 1980) er persóna í bókum J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter. Ron er besti vinur Harrys og jafnaldri hans. Þeir ganga ásamt vinkonu sinni, Hermione Granger, í galdraskólann Hogwarts.

Ron er stór, rauðhærður og með freknur. Reyndar er öll fjölskylda hans rauðhærð. Ron er yngsti sonurinn í Weasley-fjölskyldunni. Hann er sonur Arthurs og Mollyar Weasley. Eldri bræður hans eru Bill, Charlie, Percy og tvíburarnir Fred og George. Ron á líka eina yngri systur, Ginny.

Ron hóf nám Hogwarts Skóla galdra og seiða árið 1991 og var raðað í Gryffindor heimavistina. Hann varð fljótt besti vinur Harry Potter og síðar Hermione Granger. Harry og Ron björguðu henni eftir að fjallatröll kom inn í skólann á hrekkjavöku. Hún var þá grátandi inni á baði eftir að Ron móðgaði hana, eftir það urðu þau bestu vinir. Saman börðust þau við prófessor Quirinus Quirrell, sem reyndi að ná viskusteininum fyrir Voldemort, Líka að ná Ginny litla systir Ron úr Leyniklefanum og að bjarga saklausum manni frá hræðinlegum kossi vitusgunana, Sirius Black. Á fjórða ári varð Ron reiður út í Harry því hann sagði honum ekki frá því að hann hafi sett nafnið sitt í Eldbikarinn, sem hann gerði ekki. Á fimmta ári sínu mynduðu þau Varnarlið Dumbledores (VD) og börðust þau í deild ráðgátunnar gegn drápurum Voldemorts. Á sjötta ári kynntist hann Lavender Brown og urðu þau kærustupar, þá brotnaði hjarta Hermione því að hún var hrifinn af Ron í laumi. Ron og Lavender hætta saman í sjöttu bókinni. Þegar Harry Ron og Hermione fóru að leita af helkrossunum sex urðu Hermione og Ron eiginlega kærustupar, eða það fannst Harry. Ron og Hermione kysstust fyrst í þarfarherberginu en í Deathly Hallows part 2 kyssast þau í leyniklefanum. Þau giftast að lokum og eignast tvö börn sem bæði ganga í Hogwartsskóla.

Weasley-fjölskyldan[breyta | breyta frumkóða]

Weasley-fjölskyldan er uppspunin fjölskylda af galdramönnum sem koma fram í sögum J.K. Rowling um Harry Potter. Yngsti sonurinn, Ron Weasley, sem er besti vinur Harrys Potter.

Weasley-fjölskyldan er ein af þeim fáu hrein-blóðs fjölskyldum sem eru eftir,en þau eru talinn blóðsvikarar út af því að þau tengjast svo mörgu ekki-hrein-blóðs-fjölskyldum. Weasley-hjóninn eiga sjö börn, öll rauðhærð með freknur. Öll Weasley-fjölskyldan hefur verið sett í Gryffindor í Hogwarts-skóla. Öll Weasley börnin, nema Bill og Percy sem voru báðir yfir-strákar, eru þekkt fyrir að hafa sem með Quiddich-liði Gryffindor-heimavistarinnar, sem Charlie var fyrirliði í allavega eitt af skólaárum sínum, Charlie, Bill, Percy og Ron voru allir valdir sem „prefects“ sem eru nokkurs konar gangaverðir og athuga hvort að allir séu ekki á sínum stað. Allir í Weasley-fjölskyldunni vinna fyrir Fönixregluna, nema Ron, Percy og Ginny.

Ginny Weasley[breyta | breyta frumkóða]

Ginny Weasley er persóna í Harry Potter-bókunum. Hún er systir Ron Weasley og er meðlimur varnarliði Dumbeldores og er hrifin að Harry. Hún var flokkuð í Gryffindor-heimavistina. Hún er yngst í Weasley-fjölskyldunni. Harry Potter var eitt sinn hrifinn af Ginny. Í lokinn á sjöundu-bókinni giftast þau og eignast 3 börn.

Bonnie Wright lék Ginny Weasley í kvikmyndunum um Harry Potter.

Kennarar við Hogwarts-skóla[breyta | breyta frumkóða]

Albus Dumbledore[breyta | breyta frumkóða]

Prófessor Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore er persóna úr bókunum um Harry Potter eftir J.K. Rowling. Hann er skólameistari Hogwarts, skóla galdra og seiða. Nafnið Albus kemur úr latínu og þýðir hvítur en Percival var einn af riddurunum við hringborðið. Dumbledore er gamalt enskt orð yfir býflugu enda segist J.K. Rowling höfundur bókanna ímynda sér að hann gangi um kastalann hummandi við sjálfan sig. Skopskyn og viska eru áberandi eiginleikar í lýsingum á Dumbledore. Uppáhald Dumbledore var sítrónukrap enda var lykilorð hans Á skrifstofu sína var líka sítrónukrap eins og kemur framm í Harry potter og viskusteinninn

Hann gerði hluti með sprota sem ég hef aldrei séð áður
 
— – Griselda Marchbanks (Fönixreglan, kafli 31)

Dumbledore er hár og grannur og með langt bogið nef, sem lítur út fyrir að hafa brotnað a.m.k. einu sinni. Hann gengur með hálfmánalöguð gleraugu og er með svo langt silfurlitað skegg, sem einu sinni var rauðbrúnt, að hann bregður því oft undir beltið. Hann er líka með ör fyrir ofan vinstra hnéð sem er fullkomið kort af lestarkerfi Lundúna. Augu hans eru blikandi og blá og góðlátleg.

Dumbledore er oftast klæddur fjólublárri skikkju, háum skóm með sylgjum og með stóran galdrahatt sem hann skiptir stundum út fyrir eyrnaskjól.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Leynd hvílir yfir fjölskyldusögu Dumbledore í fyrstu Harry Potter-bókunum. Sú saga vegur þungt í persónusköpun skólameistarans og sýnir aðra hlið á Dumbledore en Harry Potter kynnist sjálfur.

Dumbledore fæddist árið 1881 samkvæmt Rowling.[1] Hann á bróður sem heitir Aberforth og rekur krána Glaða villigaltarins í þorpinu Hogsmeade. Þeir eru synir Percivals Dumbledore, sem dó í Azkhaban-fangelsinu, og Kendru Dumbledore. Albus og Aberforth áttu eina systur, Ariönu, sem varð fyrir árás í æsku. Í kjölfarið verður Ariana ófær um að læra að nota galdur á öruggan hátt. Það verður til þess að Ariana drepur óvænt móður sína og sem elsti sonurinn þarf Albus að taka við búið. Rígur verður milli Albus og Aberforths.

Dumbledore var mun metnaðargjarnari þegar hann var yngri, og var í vinskap við Gellert Grindelwald. Sá var metnaðarfullur eins og Dumbledore en hafði að markmiði að stjórna heiminum. Deilur þeirra enduðu með einvígi milli hans, Aberforths og Grindelwalds og endaði með því að álög frá einhverjum þeirra lentu á Ariönu og drápu hana. Grindelwald flúði til meginlands Evrópu og var árið 1945 leitaður uppi af Dumbledore og sigraður. Dumbledore hélt eftir sprota Grindelwalds og gerði hann að sínum eigin.

Albus gerist kennari í ummyndun og tók seinna við skólastjóratitli, eða um 1970. Hann er talinn vera besti skólatjóri Hogwarts skóla galdra og seiða fyrr og síðar.

Dumbledore er helsta stoð og stytta Harrys og trúir honum alltaf. Dumbledore er skemmtilegur karakter, bráðgreindur, en hefur þó alla mannlega eiginleika eins og kímni og hreinskilni.

Dumbledore lést árið 1996 í Hogwartskastala (þá 115 eða 116 ára gamall). Hann var myrtur af Severusi Snape þáverandi kennara í Vörnum gegn myrku öflunum, fyrrverandi töfradrykkjameistara, drápara og verðandi skólameistara, í bókinni Harry Potter og blendingsprinsinn.

Minerva McGonagall[breyta | breyta frumkóða]

Minerva McGonagall er sögupersóna í bókunum um Harry Potter. Hún er ummyndunarkennari og aðstoðarskólastjóri í skólanum Hogwarts og tók við skólastjórn við lát Dumbledores skólastjóra í lok sjöttu bókarinnar. Hún er einnig hamskiptingur og getur breytt sér í kött. McGonagall er ströng og alvarleg, en styður Dumbledore skólastjóra í einu og öllu. Hún er yfirmaður Gryffindor-heimavistarinnar og meðlimur í Fönixreglunni.

Rubeus Hagrid[breyta | breyta frumkóða]

Rubeus Hagrid er góðvinur Harrys og vill honum allt gott. Hann má ekki galdra en hann felur sprotann sinn í regnhlíf. Hann vinnur sem skógarvörður í Hogwart. Hann Hagrid byrjaði að vinna hjá Hogwart árið 1933

Hagrid sagði Harry að hann væri galdramaður á ellefta afmælisdaginn sinn og hjálpaði honum einnig að kaupa inn fyrir skólann. Hann gaf honum ugluna Hedwig í ellefu ára afmælisgjöf. Harry, Ron og Hermione heimsækja Hagrid stundum í frístundum sínum og Hagrid reynist þeim tryggur vinur.

Severus Snape[breyta | breyta frumkóða]

Severus Snape kennir töfradrykkja- og seiðagerð við Hogwarts-skóla. Snape á að vera fæddur 1960 og vera jafnaldri foreldra Harrys þeirra James og Lily Potter. Þegar hann kom í Hogwarts 1971, var hann flokkaður í Slytherin-heimavistina og varð vinur krakka sem urðu þekktir dráparar seinna meir. Þegar hann útskrifaðist úr Hogwarts 1978, gerðist hann drápari.

Nokkrum árum síðar var Snape að hlera viðtal Dumbledores við Sybil Trelawney þegar Trelawney spáði fyrir um örlög Harry Potter og Voldemort. Þegar hún var hálfnuð komst upp um hann og honum hent út. Samt sem áður kom hann öllu sem hann heyrði til Voldemorts sem varð til þess að Voldemort fór að leita uppi Harry og foreldra hans.

Severus Snape er lýst i bókunum sem háum og grönnum með mikið arnarnef og fitugt hár. Hann er með svört köld augu, föla húð og ójafnar gular tennur. Hann klæðist ávallt svörtu og hefur gjarnan verið uppnefndur sem leðurblaka vegna svörtu skikkjana. Snape var óvinur James Potter föðurs Harry og var svo sannarlega ekki góður við Harry þegar Harry fór í Hogwarts-skóla galdra og seiða.

Snape í Hogwartsskóla[breyta | breyta frumkóða]

Snape kenndi töfradrykkjagerð á fyrstu fimm árum Harrys í Hogwartsskóla. En á sjötta ári Harrys var hann settur í stöðu kennara í vörnum gegn myrkru öflunum en Horace Slughorn prófessor kom í hanns stað sem töfradrykkjakennari. Þegar Harry átti að vera á sjöunda árinu sínu í Hogwartsskóla en hætti þar og byrjaði að leita að helkrossum til að drepa Voldemort var Snape gerður skólameistari skólans og Alecto og Amycus Carrow komu í stöðu kennara í vörnum gegn yrkru öflunum og muggafræði.

Þótt að Snape hafi virðst vera djöfullinn í holdi klæddur hefur hann verndað Harry öll árin hans í Hogwarts vegna sektarkenndar og eftirsjár eftir að hafa leitt Voldemort að heimili Lily Evans sem hann elskaði síðan að hann leit hana fyrst augum. Einnig hefur hann njósnað fyrir Albus Dumbledore um aðgerðir Voldemorts síðan að Potter hjónin voru myrt. Jafnvel þótt Snape hafi drepið Dumbledore var það vegna skipunar Dumbledore eftir að Dumbledore komst að því að hann ætti aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Draco Malfoy hafði fengið óvænta skipun frá Voldemort um að drepa Dumbledore og Dumbledore vildi hlífa sálu Draco við slíku ódæði og skipaði því Snape að myrða sig í stað Draco. Þetta vissi Dumbledore að myndi veita Snape ákveðið traust hjá Voldemort sem hafði byrjað að efast um þjón sinn síðustu ár.

Dauði[breyta | breyta frumkóða]

Í lok sjöundu bókar er Snape svo drepinn af snáknum Nagini, eftir skipun Voldemorts, vegna þess að Voldemort vildi komast yfir hinn gríðarlega kröftuga sprota Dumbledores, Yllisprotann, sem var talinn öfugasti sproti sem geður hefur verið, en taldi að hann gæti ekki notið galdramáttar sprotans fyllilega vegna Snapes, því hann varð sannur húsbóndi sprotans með því að drepa fyrrverandi eiganda hans, eða svo taldi Voldemort. Seinna í sögunni kemur hins vegar í ljós að þar sem Draco Malfoy afvopnaði Dumbledore áður en Snape drap hann, varð Malfoy húsbóndi sprotans. Í Harry Potter og blendingsprinsinn segir hann Harry og félögum að hann sé blendingsprinsinn en þau komust að blendingsprinsinum þegar Harry fékk lánaða bók sem var eign Snapes.

Æskuárin[breyta | breyta frumkóða]

Snape var blendingur, átti muggaföður (Tobias Snape) of norn sem móður (Eleen Prince). Pabbi hans og mamma hafa verið mjög óhamingjusöm hjón síðan mamma Snapes sagði pappa hans að hún væri norn. Tobias Snape tók því mjög illa og talaði aðeins við konuna sína í rifrildum. Snape var svo got sem munaðarleysingi því að mamma hans og pabbi voru alltaf að rífast og töluðu bara við hann í máltíðum. Snape átti hræðilega barnæsku enn fann sér heimili í Hogwartsskóla.

Þegar Snape var á sínum yngri árum átti hann heima á Spunaslóð í Englandi, götunni sem var við hliðina á götunni sem Lily og Petunia Evans áttu heima. Snape var mjög hrifinn af Lily en þoldi ekki Petuniu. En það var á leikvelli nálægt húsinu hans þar sem hann hitti Lily Evans í fyrsta skipti og síðan þá hafði hann elskað hana til dauðadags.

Verndari Snapes var alla tíð hind, því hann elskaði Lily Evans svo ákaflega heitt en verndari hennar var einnig hind.

Prófessor Kettleburn[breyta | breyta frumkóða]

Prófessor Kettleburn er fyrrverandi kennari í ummönnun galdraskepna við Hogwartsskóla, Hann hætti kennslu árið 1993 en Rubeus Hagrid tók þá við kennslunni.

Dursley-fjölskyldan[breyta | breyta frumkóða]

Dursley-fjölskyldan er frændfólk Harrys. Þegar foreldrar hans eru myrtir er hann skilinn eftir á dyraþrepinu hjá Dursley-fjölskyldunni, rétt tæplega 15 mánaða gamall. Fjölskyldan býr í tveggja hæða húsi númer 4 á Runnaflöt (Privet Drive), Litlu Whinging, Surrey. Hjá Dursley-fjölskyldunni býr Harry við mikið harðræði.

Petunia Dursley er móðursystir Harrys og hafði því fyrrum ættarnafnið Evans, rétt eins og Lily, móðir Harrys. Petunia hefur ekki snefil af galdrahæfileikum og hatar galdra. Ástæðan fyrir hati hennar á göldrum er að litla systir hennar Lily fékk bréf um að hún gæti komist inn í Hogwarts. Petunia ákvað að senda Dumbeldore bréf til að vita hvort hún gæti ekki lika komist inn í Hogwarts. Hún fær svar til baka um að hún geti það ekki af því að hún hafi ekki neina galdrahæfileika og fer að líta á galdra sem eitthvað hræðilegt. Þegar hún kemst að því að Lily laumaðist inn í herbergið hennar með Severus Snape og las bréfið slettist upp á vinskapinn milli þeirra og hún hefur hatað systur sína síðan. Petunia er grönn með óvenju langan háls sem hún notar til að kíkja yfir grindverkið og inn í garð nágrannanna, enda er hún forvitin, snobbuð og forpokuð.

Harry er neyddur til að kalla Vernon Dursley Vernon frænda, þó að Vernon sé ekki blóðskyldur honum. Vernon deilir galdrahatrinu með konu sinni og er mjög leiðinlegur við Harry. Vernon vinnur í borverksmiðju og er stuttur, feitur og nánast hálslaus.

Dudley Dursley er sonur þeirra hjóna og á svipuðum aldri og Harry. Hann er akfeitur, með ljósan lubba og 7 undirhökur. Honum er spillt af foreldrum sínum og fær allt sem hann vill.

Aðrar persónur[breyta | breyta frumkóða]

Draco Malfoy[breyta | breyta frumkóða]

Draco Malfoy er versti óvinur Harry Potter á Slytherin-vistinni. Foreldrar hans voru fylgismenn Voldemort og varð hann það einnig.

Voldemort[breyta | breyta frumkóða]

Voldemort er erkióvinur Harry Potter og persónan sem flestir hræðast mest, að það þorir engin að nefna hann á nafn, er sá sem gerði Harry Potter að því sem hann er. Á ensku kallast hann Tom Marvolo Riddle en kaus að endurraða stöfunum (anagram) í: I am Lord Voldemort og kallar sig því Lord Voldemort eða bara Voldemort. Í íslensku bókunum hefur hann hins vegar verið nefndur Trevor Delgome, en þannig er hægt að endurraða stöfunum í Eg er Voldemort (Ég er Voldemort).

Hér verður fjallað um lífshlaup þessa myrka og máttuga galdramans.

Athugið! Hér á eftir verður talað um Voldemort sem Tom Riddle, en það er nafnið hans á ensku.

Fyrstu árin[breyta | breyta frumkóða]

Galdramaðurinn sem kallaður er Lord Voldemort, Hann-sem-má-ekki-nefna, Þú-veist-hver, Myrkri herrann og Tom Marvolo Riddle fæddist árið 1927 í Litlu Hangleton. Móðir hans, sem var norn og afkomandi Salazars Slytherins, varð ástfangin af Tom Riddle, sem var muggi. Tom Riddle bjó á herragarði sem stóð á hæð með útsýni yfir þorpið Litlu Hangleton. Herragarðurinn var einn af stærstu og bestu byggingum á stóru svæði. Móðir Voldemorts fékk Tom Riddle til að verða hrifin af sér við hjálp af göldrum. Dag einn ákvað hún að það væri tímabært að hann myndi elska hana fyrir Þann sem hún var og hætti að brugga honum ástardrykkinn. Tom Riddle yfirgaf hana samstundis, jafnvel þótt hún væri ólétt. Móðir hans dó stuttu eftir að hann fæddist, þannig að hún rétt náði að gefa honum nafn, Tom Riddle, eftir föður sínum, og Marvolo, eftir afa sínum. Voldemort var alinn upp á munaðarleysingjaheimili ásamt öðrum muggum. Albus Dumbeldore kom til hans á munaðarleysingjahælið þegar Voldemort var í kringum 11 ára og sagði honum að hann væri galdramaður og bauð honum inngöngu í Hogwart. Dumbeldore leist ekki á blikuna þegar Voldemort lét hann vita af öllu sem hann hafði gert við hina strákana á hælinu með göldrum. Voldemort trúði því ekki að mamma hans hefði verið norn, þá hefði hún getað haldið sér á lífi.

Í Hogwart 1938–1945[breyta | breyta frumkóða]

Tom Riddle byrjaði nám sitt í Hogwart árið 1938 og var settur í Slytherin heimavistina, en hann varð að fara aftur í munaðarleysingjaheimilið sem að hann hataði í skólafríum. Hann lýsti sér sem "fátækum, en snilldarlegum, fátækum, en þó svo hugrakkur, umsjónarmanni og fyrirmyndarnemanda" þótt hann vissi að það var einn kennari sem dýrkaði hann ekki eins mikið og allir aðrir kennarar. Sá kennari var þáverandi umbreytingarkennarinn, Albus Dumbledore.

Tom komst að sögunni um leyniklefann, sem hafði verið byggður af forföður hans, Salazar Slytherin. Leyniklefinn var djúpt í iðrum Hogwartkastala og Slytherin hafði búið þannig um hnútana að aðeins sannur erfingi hans gæti opnað klefann og sleppt lausum hryllingnum sem átti að hreinsa skólann af "öllum sem voru óverðugir þess að galdra". Á þessum var Tom byrjaður að nota nýtt nafn á meðal nánustu vina. Þar sem hann fyrirleit nafnið á muggaföður sínum endurraðaði hann stöfunum í nafninu sínu, Tom Marvolo Riddle. Stafirnir stöfuðu nú I am lord Voldemort (Á íslensku heitir hann Trevor Delgome til að stafirnir raðist í Eg er Voldemort).

Voldemort var nafn sem hann vonaði að "galdramenn hvaðanæva að myndu einn daginn hræðast að nefna." Þá væri hann orðinn "mesti galdramaður í heimi!" Það tók Tom fimm ár að finna út allt sem hann gat um Leyniklefann og finna innganginn og skrímslið sem þar bjó. Skrímslið var basilíuslanga og Tom gat stjórnað henni því hann gat eins og Slytherin sjálfur talað slöngutungu. Tom sendi basilíuslönguna inn í skólann og hún slasaði nokkra nemendur og drap stelpu að nafni Vala sem fannst látin á stelpnaklósettinu. 13. júní 1942 bjó Tom þannig um hnútana að Rubeus Hagrid var sakaður um árásirnar og plataði Tom skólameistarann, Armando Dippet, til að trúa að Hagrid og risastór könguló, Aragog, sem Hagrid átti, væru ábyrgir fyrir árásunum. Tom fékk verðlaun fyrir "sérstaka þjónustu við skólann" en fann að Dumbledore var að fylgjast óþægilega náið með honum. Því taldi hann ekki öruggt að opna leyniklefann aftur á meðan hann var í skólanum. Tom varðveitti hluta af sál sinni í dagbók sem að hann vonaði að myndi, dag einn, láta einhvern hjálpa honum við að "ljúka því göfuga verki sem Slytherin hafði byrjað á".

Atburðirnir í Litlu Hangelton 1944-1945[breyta | breyta frumkóða]

Síðasta ár Toms í Hogwart var 1944 til 45. Hann var umsjónarmaður, nemendaformaður og fékk orðu fyrir galdrahæfileika. Dumbledore sagði seinna að hann hafi sennilega verið snjallasti nemandi sem nokkurn tíma hefði gengið í Hogwart. Sumarið 1945, eftir að hafa klárað skólann, hefndi hann sín á mugganum, föður sínum. Garðyrkjumaður Riddle-fjölskyldunnar, Frank Bryce, sagði lögreglunni seinna að daginn sem Riddle-fjölskyldan var drepin, hefði hann séð unglingspilt, dökkhærðan og fölan, að sniglast í kring um herragarðinn. Daginn eftir fann þjónustustúlka Riddle eldri og aldraða foreldra hans látin í borðstofunni "enn þá í kvöldverðarklæðnaði". Þau voru ísköld og með hræðslusvip, en engin merki um að hafa slasast líkamlega. Riddlefjölskyldan var grafin í kirkjugarðinum í Litlu Hangelton.

1945-1970[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa myrt Hepzibah Smith og rænt tveimur dýrmætustu gripunum hennar fór Tom huldu höfði í nokkur ár. Á þeim tíma ferðaðist hann um heim allan og sökk djúpt í Myrku öflin. Hann átti samneyti við verstu nornir og galdramenn heims og gekkst undir svo margar hættulegar hambreytingar í leit að krafti og ódauðleika. Þegar hann kom aftur og kallaði sig opinberlega Lord Voldemort, gerðu fáir sér grein fyrir því að þetta var myndarlegi og snjalli drengurinn úr Hogwart.

Fyrsta upprisa Myrkravaldsins; 1970-1981[breyta | breyta frumkóða]

Á áttunda áratugnum byrjaði Voldemort að safna fylgismönnum. Margir sem slógust í hóp með honum gerðu það til að fá sneið af þeim völdum sem honum fylgdu, en fleiri og fleiri gerðu það til að forðast hefndir. Árin sem Voldemort styrkti völd sín einkenndust af mannshvörfum og auknum átökum í galdraheiminum. Fylgismenn hans kölluðu sig Drápara (en:Death Eaters) og hann leit á þá sem sína sönnu fjölskyldu. Drápararnir notuðu frjálslega ófyrirgefanlegu bölvanir þrjár á hvern þann sem storkaði þeim eða neitaði að ganga í hópinn. Margir Dráparar sögðu seinna að á þá hefði verið beitt stýribölvun til að láta þá framkvæma morð og grimmdarverk, þrátt fyrir að mörg drápin hefðu bara verið "til gamans". Drápararnir voru merktir með myrkratákninu; hauskúpu með slöngu sem skagaði út úr munninum eins og tunga, sem var brennt innan á vinstri handlegginn. Þeir sendu merkið úr í loftið, formað úr smaragðsgrænum stjörnum í grænu reykjarskýi, eftir að þeir höfðu drepið, sem orsakaði sundrung og hræðslu hvar sem það sást.

Voldemort hagnaðist á deilum milli galdraheimsins og risanna, og margir risar bættust í hóp fylgismanna hans og báru ábyrgð á fjöldamorðum á muggum. Gagntekinn af fréttum af drápum, mannshvörfum og misþyrmingum í hræðsluþrungnu andrúmsloftinu, heimilaði Bartemius Crouch, yfirmaður víkingasveitar galdramálaráðuneytisins, skyggnum (en:Auror) að nota ófyrirgefanlegu bölvaninnar á móti þeim sem voru grunaðir um stuðning við Voldemort. Hann ráðlagði þeim að aflífa, frekar en handtaka grunaða og þeir voru jafnvel framseldir til vitsuganna, án nokkurra réttarhalda. Á þessum tíma var aðeins einn staður óhultur, Hogwart, og margir gátu sér til að þrátt fyrir að Myrkrahöfðinginn segði þetta um Dumbledore, "Hann er forsprakki alþýðunnar, mugga og blóðníðinga", þyrði hann ekki að horfast í augu við hann, enda vissi hann að Dumbledore vann nótt sem nýtan dag til að sporna við honum. Dumbledore stofnaði Fönixregluna á þessum tíma. Það var hópur galdramanna og norna sem börðust á móti Drápurum og Voldemort. Meðal þeirra voru Lily og James Potter, Frank og Alice Longbottom, Sirius Black, Peter Pettigrew og Skröggur illaauga (:en:Mad eye Moody). Þeir voru fáliðaðir miðað við dráparana, og drápararnir myrtu Fönixmeðlimi ásamt allri fjölskyldu þeirra. Lord Voldemort var orðin máttugri en nokkur lifandi galdramaður og hafði nú náð markmiði sínu, að stærsti hluti galdraheimsins gæti ekki nefnt hann á nafn af ótta við hann og sagði í staðinn Þú-veist-hver eða Sá-sem-ekki-má-nefna.

Á hátindi ferilsins, árið 1979, heyrði Myrkrahöfðinginn orðróm um að um hann hefði verið gerður spádómur sem sagði til um þann sem gæti drepið hann. Voldemort heyrði aðeins lítinn part úr spánni, að þessi persóna myndi vera fædd í lok júlí og eiga foreldra sem höfðu lifað af þrjár tilraunir til að drepa hann. Voldemort uppgötvaði að hann yrði að finna og drepa þetta barn. Stuttu seinna fæddist Harry Potter, þann 31. júlí. Foreldrar hans, Lily og James Potter, voru meðlimir í Fönixreglunni og höfðu komist undan Voldemort í þrígang. Það var reyndar annar strákur sem kom líka til greina enn það var Neville Langbottom. Samt sem áður ákvað Voldemoort að Harry hlyti að vera barnið sem spádómurinn sagði til um. Voldemort gerði dauðaleit að drengnum, en þau voru vel falinn og honum mistókst. Hvernig sem því líður sveik vinur fjölskyldunnar þau og 31. október, 1981 ruddist Voldemort inn á heimili Potterfjölskyldunnar. Hann drap James og Lily dó einnig þegar hún reyndi að vernda son sinn sem var greinilega næsta fórnarlamb Voldemorts. Þegar Lord Voldemort, magnaðasti galdramaður myrku aflanna sendi drápsbölvunina á Harry Potter, endurkastaðist hún hins vegar á hann sjálfan og gerði hann líkamalausan og kraftlausan. Voldemort flúði. Voldemort dó hins vegar ekki af því að hann hafði tvístrað sál sinni (helkrossar) ,í sjö hluta en Harry varð óvart sá 8undi. Þess vegna var ekki hægt að drepa hann fyrr enn allir helkrossarnir væru ónýtir.

Cornelius Fudge[breyta | breyta frumkóða]

Cornelius Fudge er galdramálaráðherra. Hann er yfirleitt með grænan kúluhatt og klæddur í svarta skikkju. Honum var sparkað úr embætti eftir að hafa harðneitað því að Voldemort hafi snúið aftur. í stað hanns kom Rufus Skrimgur sem var áður yfirmaður skyggnaskrifstofunnar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Rowling, J.K,. „Wizard of the Month Archive“. J.K. Rowling Official Site. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2009. Sótt 20. mars 2011.