Fara í innihald

Quidditch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Quidditch (borið fram "kúidditsj") er tveggja liða galdramannaíþrótt á kústum sem sagt er frá í bókunum um galdrastrákinn Harry Potter.

Í Quidditchliði eru 7 leikmenn; 1 gæslumaður, 3 sóknarmenn, 2 varnarmenn og 1 leitari. Hlutverk gæslumannsins er að verja mörkin. Sóknarmennirnir reyna að ná tromlunni af andstæðingum og skora með henni mörk. Varnarmennirnir bera stórar kylfur og berja í burtu rotara með þeim. Leitararnir reyna að finna gullnu eldinguna og ná henni. Harry Potter er leitari.

Mörkin eru, eins og í raunverulegum boltaíþróttum, við sitt hvorn enda leikvangsins. Þau eru eins og risastór sápukúlublástursrör, þrjú við hvorn enda. Ef tromlunni er skotið í gegnum hringinn á einhverju markanna fær liðið sem skoraði 10 stig.

Í Quidditch eru fjórir boltar: ein tromla, tveir rotarar og svo gullna eldingin. Tromlan er notuð til þess að skora mörk með. Rotararnir fljúga um og reyna að rekast á (og jafnvel rota) leikmenn og gullna eldingin flýgur um og henni þarf að ná til að leiknum ljúki. Þá fær það lið sem nær henni 150 stig.

Á Stóra-Bretlandi eru 13 Quidditchlið, m.a. Falmouth Falcons-Falmouth Fálkarnir, Pride of Portree-Stolt portretanna og Puddlemere United.

Haldin eru heimsmeistaramót í íþróttinni.