Violette Morris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Violette Morris í kappakstri árið 1927

Violette Morris (18. apríl 1893 – 26. apríl 1944) var frönsk íþróttakona sem var helst þekkt fyrir hæfileika sína í ýmsum íþróttum og fyrir að vera samverkamaður nasista í seinni heimstyrjöld. Violette lést árið 1944 í tilræði sem Franska andspyrnuhreyfingin skipulagði.

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Violette Morris fæddist árið 1893 í Frakklandi. Faðir Violette hét Pierre Jacques Morris sem var riddaraliðsforingi á eftirlaunum. Móðir hennar var Élisabeth Marie Antoinette Sakakii sem var Palestínuarabi. Violette var L´Assomption de Huy klaustrinu í Vallóníu í Belgíu á unglingsárunum. Morris giftist Cyprien Édouard Joseph Gouraud í ágúst árið 1914 og voru þau gift í rúmlega átta ár en þau skildu í maí 1923. Í fyrri heimsstyrjöldinni lærði Violette að keyra bíl og keyrði sjúkrabíla meðal annars í orrustunni við Somme og Verdun.

Íþróttaferill[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1917 byrjaði Violette að spila fótbolta og spilaði hún með Fémina Sports og síðar með Olympique de Paris þangað til hún snéri sér að hætti knattspyrnuleik árið 1926. Hún spilaði einnig með kvennalandsliði Frakklands.

Morris æfði einnig fleiri íþróttir eins og sundknattleik og box þar sem hún keppti yfirleitt á móti körlum. Morris tók einnig þátt í hjólreiðum, kappakstri á bílum og mótorhjólum, flugkeppnum, veðreiðum, tennis, dýfingum, sundi og kraftlyftingum. Violette var á hátindi ferils síns á árunum 1921 til 1924 og var slagorðið hennar „Ce qu'un homme fait, Violette peut le faire!“ vel þekkt. Það þýðir „Allt sem karlar geta gert, getur Violette gert!“.[1]

Kappaksturferill[breyta | breyta frumkóða]

Morris vakti athygli þegar hún ákvað að fara í brjóstnám til að passa betur í kappakstursbíla. Violette tók gjarnan þátt í kappakstri á gamaldags hjólabílum, þeir voru léttir og litlir sem hentuðu vel í kappakstur. Á ferlinum tók hún meðal annars þátt í Bol d´Or árið 1922,  Paris-Pyrenees árið 1922, síðan Tour de France keppninni árið 1923.

Samvinna með nasistum[breyta | breyta frumkóða]

Violette var studdi nasisma og á Ólympíuleikunum 1936 var hún sérstakur heiðursgestur Adolfs Hitlers.  

Í seinni heimsstyrjöldinni aðstoðaði Violette bæði Þjóðverja og Vichy-stjórnina. Sögur um samvinnu hennar eru á reiki en rithöfundurinn Raymond Ruffin segir að hennar aðal hlutverk hafi verið að spilla fyrir Bretum sem aðstoðuðu frönsku andspyrnuna auk þess sem hún tók þátt í að yfirheyra og pynta fanga. [2]

Aðrar sögusagnir herma að hún hafi staðið í svartamarkaðsbraski með eldsneyti fyrir nasista, rekið verkstæði fyrir þýska flugherinn og verið bílstjóri fyrir fulltrúa Þjóðverja og Vichy-stjórnar en hætt allri samvinnu með Þjóðverjum eftir fall Frakklands. Violette hafi því ekki verið njósnari né notið þess að pynta fanga, heldur verið gerð að sökudólgi því að hún var umdeild fyrir stríð og átti sér marga óvini.[3] Hvernig sem því var háttað fékk hún viðurnefnið Hýena Gestapo á stríðsárunum.  

Morðið á Violette[breyta | breyta frumkóða]

Þann 26. apríl árið 1944 var Violette að keyra með Bailleul fjölskylduna, sem voru mikivægir samverkamenn nasistastjórnarinnar í Frakklandi. Leiðin lá til Épaignes í Normandí. Violette neyddist til að stöðva bílinn vegna bilunnar, en síðar kom í ljós að franks andspyrnan hafði skemmt vélina. Hópur andpsyrnumanna kom þá aðvífandi og skaut Violette ásamt Bailleul fjölskylduna til bana, alls þrjá fullorðna og þrjú börn. Samkvæmt Raymond Ruffin var Violette skotmark árásarinnar, en samkvæmt en sagnfræðingnum Marie-Josephe Bonnet var Bailleul fjölskyldan skotmarkið. Farið var með lík Violette í líkhús, en enginn vitjaði þess þannig að eftir nokkra mánuði var hún grafin í nafnlausa gröf.[4]

Lífsstíll[breyta | breyta frumkóða]

Violette Morris klædd sem karlamður árið 1928

Lífsstíll Violette var talin vera heldur óhefðbundin miðað við konu á þessum tíma. Morris æfði ýmsar íþróttir auk þess sem heimildir telja hana hafa verið annað hvort tvíkynhneigð eða samkynhneigð. Morris var einnig klæðskiptingur, reykti mikið og blótaði mikið sem þótti ekki kvenlegt á þessum tíma.

Árið 1928 voru réttindi hennar í franska kvennaíþróttasambandinu ekki endurnýjuð. Ákvörðunin var tekin vegna kvartana sem tengdust lífstíl Violette. Í kjölfarið fékk Violette ekki að taka þátt á Ólympíuleikunum árið 1928. Siðferði Morris var talið vera skammarlegt og hún var einnig sökuð um að hafa kýlt dómara í andlitið og að hafa byrlað öðrum íþróttamönnum amfetamíni. Sama ár voru kappakstursleyfi hennar einnig dregið til baka fyrir slæmt siðferði.

Árið 1930 reyndi Violette að kæra franska kvennaíþróttasambandið þar sem hún gat ekki framfleytt sér en það tókst heldur illa og tapaði hún málinu. Kynhneigð Violette var ekki sögð hafa áhrif á málið en taldi hún það vera ólíklegt þar sem það kom oft upp í kærunni.  

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Violette Morris“, Wikipedia (enska), 28. september 2023, sótt 28. nóvember 2023
  2. „Violette Morris: Pioneering Female Athlete Turned Nazi Spy“. www.wbur.org (enska). Sótt 28. nóvember 2023.
  3. „Violette Morris: Pioneering Female Athlete Turned Nazi Spy“. www.wbur.org (enska). Sótt 28. nóvember 2023.
  4. „Bonnet Marie-Josèphe, Violette Morris, histoire d'une scandaleuse“. web.archive.org. 2. apríl 2019. Afritað af uppruna á 2. apríl 2019. Sótt 28. nóvember 2023.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]