Hýena

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hýena
Allar fjórar tegundir Hýena, talið ofanfrá eftir stærð: Blettahýena, Brúnhýena, Rákahýena og Jarðúlfur.
Allar fjórar tegundir Hýena, talið ofanfrá eftir stærð: Blettahýena, Brúnhýena, Rákahýena og Jarðúlfur.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Chordata
Flokkur: Mammalia
Ættbálkur: Carnivora
Undirættbálkur: Feliformia
Ætt: Hyaenidae
Gray, 1821

Living Genera
Samheiti
  • Protelidae Flower, 1869

Hýenur eru spendýr af ættinni Hyaenidae. Til eru fjórar tegundir hýena. Þær eru blettahýena (Crocuta crocuta), rákahýena (Hyaena hyaena), brúnhýena (Parahyaena brunnea) og jarðúlfur (Proteles cristalus). Hýenur eru fjórða minnsta ætt rándýra. Þrátt fyrir það eru hýenur mikilvægur hluti vistkerfa Afríku og Asíu.

Þróun[breyta | breyta frumkóða]

Þróunarlíffræðilega eru hýenur skyldar kattardýrum og desköttum en atferli þeirra á að sumu leyti meira skylt við dýr af hundaætt. Sem dæmi þá klifra hýenur ekki í trjám frekar en dýr af hundaætt en eiga gott með að hlaupa og veiða með vígtönnum sínum frekar en klónum. Grófar loppur þeirra eru sniðnar til þess að hlaupa og taka skarpar beygjur. En þegar kemur að umhirðu, tímgun, óðalsmerkingum og uppeldi er hegðun þeirra þó meira í ætt við kattardýr.

Lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Hýenur lifa og veiða í hópum, þar sem eitt kvendýr ræður ferðinni en meðal hýena er mæðraveldi og eru kvendýrin nokkuð stærri en karldýrin. Ekki er vitað hvers vegna svo er en giskað hefur verið á að þar sem mæðurnar eru mjög lengi með afkvæmi sín á spena þurfi þær svo mikið meira að éta að þessi kynjavaldahlutföll hafi þróast.

Lengi vel töldu vísindamenn að hýenur væru hræætur en það er misskilningur, þær eru mjög fær veiðidýr. Misskilningurinn kom til af því að fyrir tíma nætursjónauka og myndavéla fóru rannsóknir á þeim fram á daginn og þá mest í morgunsárið. Mátti þá oft sjá ljónahópa gæða sér á bráð en hýenur á vappi í kring og var af þessu dregin sú ályktun að þær væru hræætur.

En þegar rannsóknir hófust á atferli þeirra á næturnar, sem er þeirra veiðitími, kom í ljós að í rauninni var það sem vísindamenn voru að sjá í morgunsárið ljón sem voru búin að stela bráð sem hýenurnar höfðu fellt. Hýenur éta með miklum látum og skríkjum sem minnir á hlátur og éta mat sinn hratt og oftast upp til agna því þær hafa einstaklega sterka kjálkavöðva sem gerir þeim kleift að bryðja jafnvel hörðustu bein. En hávaðinn í þeim dregur oft að ljón sem geta, ef þau eru nokkur saman, rekið hýenurnar frá bráðinni og stolið henni. Hýenurnar bíða þó oftast eftir að ljónin hafi lokið sér af því ljónin geta ekki fullnýtt bein og annað sem hýenurnar geta aftur á móti með sína öflugu kjálkavöðva.

Meðgöngutími[breyta | breyta frumkóða]

  • Blettahýena: 110 dagar
  • Rákahýena: 90 - 91 einn dagur
  • Brúnhýena: 97 dagar

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  • „Hversu lengi hafa hýenur verið til?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað éta hýenur?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað hlaupa hýenur hratt?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað eru margar hýenur í Afríku?“. Vísindavefurinn.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Hyena“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. janúar 2013.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.