Viktor Gísli Hallgrímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viktor Gísli Hallgrímsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
Upplýsingar
Fullt nafn Viktor Gísli Hallgrímsson
Fæðingardagur 24. júlí 2000 (2000-07-24) (23 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 2,03 m
Leikstaða Markmaður
Núverandi lið
Núverandi lið HBC Nantes
Númer 16
Yngriflokkaferill
–2016 Fram
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
Landsliðsferill
Ísland 21 (0)


Viktor Gísli Hallgrímsson (f. 24.júlí 2000) er íslenskur handboltamaður sem leikur sem markvörður fyrir félagsliðið HBC Nantes í Frakklandi og íslenska landsliðið í handbolta. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram, og fékk þar eldskírn sína í meistaraflokki. Atvinnumannaferil sinn hóf hann með GOG á Fjóni í Danmörku en hefur frá 2022 staðið milli stanganna hjá Nantes í Frakklandi[1]. Viktor Gísli hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu frá EM 2020 í Austurríki, Noregi og Svíþjóð.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „HM: Viktor Gísli Hallgrímsson | Handbolti.is“ (bandarísk enska). 4. janúar 2021. Sótt 15. janúar 2024.