Fara í innihald

Victoria Silvstedt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Victoria Silvstedt
Fædd
Karin Victoria Silvstedt

19. september 1974 (1974-09-19) (50 ára)
Störffyrirsæta, leikkona, söngkona, sjónvarpskona
Hæð1,79
Vefsíðawww.victoriasilvstedt.com

Karin Victoria Silvstedt (fædd 19. september 1974) er sænsk fyrirsæta, leikkona, söngkona og sjónvarpskona.

Silvstedt tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Svíþjóð og var valin sem fulltrúi Svíþjóðar í Ungfrú heimur árið 1993. Silvstedt hóf þá feril sem fyrirsæta í París og vann þar fyrir ýmis virt tískuhús, þar á meðal Chanel, Christian Dior, Giorgio Armani, Givenchy, Loris Azzaro og Valentino. Hún kom fram bæði í auglýsingum og á tískusýningum. Silvstedt hefur haldið áfram að starfa sem fyrirsæta á um allan heim og myndir af henni birtast reglulega í fjölmörgum tímaritum eins og FHM, Glamour, GQ, Maxim og Vanity Fair.

Silvstedt hóf feril sinn sem leikkona í sjónvarpsþáttum framleiddum í Hollywood eins og Melrose Place. Síðan þá hefur Silvstedt leikið í nokkrum Hollywood-gamanmyndum. Silvstedt hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpi í ýmsum Evrópulöndum, einkum á Ítalíu.

Silvstedt gaf út breiðskífuna Girl on the Run árið 1999. Smáskífurnar „Hello Hey“, „Rocksteady Love“ og „Party Line“, komu út samhliða breiðskífunni. Árið 2010 gaf Silvstedt út fjórðu smáskífu sína, „Saturday Night“. Silvstedt hefur sagst elska að syngja, en bara sem áhugamál.

Silvstedt hefur komið fram sem sjónvarpskynnir um allan heim. Hún kynnti þáttinn Wheel of Fortune í Frakklandi og á Ítalíu frá árinu 2006, og flakkar á milli Parísar og Rómar. Silvstedt kynnti eigin sjónvarpsþátt árið 2010, Sport by Victoria, á Eurosport fyrir Vetrarólympíuleikana 2010 þar sem hún kynnti bæði á ensku og frönsku.

Silvstedt hóf framleiðslu á eigin raunveruleikasjónvarpsþáttum Victoria Silvstedt: My Perfect Life árið 2008. Þættirnir hafa síðan verið sýndir um allan heim. Í fyrstu þáttaröðinni er fylgst með Silvstedt í vinnu og einkalífi í París, Róm, London, Helsinki, Stokkhólmi, Los Angeles og New York.

Victoria Silvstedt talar reiprennandi sænsku, ensku, frönsku og ítölsku.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]
Breiðskífur
  • Girl on the Run (1999)
Smáskífur
  • Hello Hey (1999)
  • Rocksteady Love (1999)
  • Party Line (2000)
  • Saturday Night (2010)