Vaka (stúdentahreyfing)
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta er frjáls félagasamtök nemenda við Háskóla Íslands sem hefur verið starfandi frá árinu 1935. Félagið hefur ár hvert staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs.
Upphaf og saga Vöku
[breyta | breyta frumkóða]Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta stofnað, sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað, sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra.[1] Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.[2]
Vaka hefur ávalt notið mikils stuðnings meðal stúdenta og af mestum hluta starfstíma síns leitt starf Stúdentaráðs, en Vaka hefur átt formann Stúdentaráðs 48 sinnum á síðustu 95 árum.
Á þessum árum var Lánasjóður Íslenskra Námsmanna stofnaður, þ.e. árið 1961, en þá var Vaka í meirihluta Stúdentaráðs. Eins var Félagsstofnun Stúdenta sett á fót með lögum árið 1968, að frumkvæði Stúdentaráðs og markaði það mikil þáttaskil fyrir stúdenta háskóla Íslands. Eitt af meginmarkmiðunum með stofnuninni var að færa frekari völd í hendur stúdenta og má segja að það hafi tekist, en FS rekur t.d. Stúdentagarða, Leikskóla, Bóksölu Stúdenta, Hámu og Stúdentakjallarann.
Eins var Vaka drifkraftur að stofnun Nýja Garðs sem og Hjónagarðanna, sem að var á sínum tíma mikið framfararskref. Þegar að Nýi Garður var vígður árið 1971 höfðu Vökuliðar vonir uppi um að fá húsnæði þar, en sú von varð fljótt að engu. Svo fór að Vaka hélt því áfram að leigja út húsnæði hér og þar um bæinn til þess að halda úti skrifstofu. Það olli nokkrum vandkvæðum, þannig að Vökuliðar réðust í kaup á húsnæði, árið 1984, sem hefur síðan verið kallað Vökuheimilið.
Heimilið var staðsett að Hverfisgötu 50 og var það heimili félagsins allt til ársins 2003, þegar það var selt, sökum þess að hagsmunabarátta stúdenta hafði tekið nokkrum breytingum og ekki lengur talin þörf á húsnæðinu, en eflaust hafa margir haldið að síðasta ár þess yrði árið 1989. Það er vegna þess að þá, eftir sigurpartý Vöku, kviknaði í húsnæðinu, með þeim afleiðingum að innbúið skemmdist mikið. Hins vegar líkt og Vökuliðum einum er lagið var ráðist í endurbyggingu heimilisins, þannig að það var orðið eins og nýtt um mitt sumar árið 1989.
Vaka á 21. öldinni
[breyta | breyta frumkóða]Vaka leiddi starf Stúdentaráðs á árunum 2002 til 2005 og náðust þá í gegn fjölmörg stefnumál samtakana. Í seinni tíð hefur Háskólinn stækkað ört og því verkefni Stúdentaráðs orðin fleiri og yfirgripsmeiri.
Vökuliðar hafa þó staðið vörð um hagsmuni nemenda líkt og aldrei fyrr, en það voru þeir sem að réðust í það verkefni að skanna inn þúsundir gamalla prófa, sem að gerði það að verkum að komið var á fót prófasafni skólans, sem nú má finna á heimasvæði nemenda, Uglunni. Eins er það Vökuliðum að þakka að opnunartími Þjóðarbókhlöðunar var lengdur talsvert.
Vökuliðar eiga jafnframt heiðurinn að því að Stúdentakortin litu dagsins ljós á árunum 2006 til 2007, en það var þáverandi varaformaður Vöku og stúdentaráðsliði sem að forritaði kortin og hannaði kerfi í kringum þau.
Eins má þakka Vöku fyrir það að einkunnaskil við Háskóla Íslands tóku stakkaskiptum, en Vaka hélt úti vefsíðunni prof.is, þar sem að nemendur gátu fylgst með því hvenær kennurum var skylt að skila af sér einkunnum og hvenær kennarar hefðu farið fram yfir tímann, sem og þáverandi formaður SHÍ og Vökuliði sendi Umboðsmanni Alþingis kvörtun, vegna tafa á einkunnaskilum sínum, en í kjölfarið var eftirlit bætt til muna.
Eins vann Stúdentaráð dómsmál, sem það höfðaði gegn Lánasjóði Íslenskra Lánsmanna og íslenska ríkinu árið 2013, vegna þess að SHÍ taldi að breyting á útthlutunarreglum LÍN væri ólögmæt og var það gríðarlega stór sigur fyrir stúdenta.
Að lokum var Vaka, bæði í formi Vökuliða, sem og í hlutverki Stúdentaráðs drifkrafturinn að enduropnun Stúdentakjallarans. Kjallarinn eða Skjallarinn, eins og hann er kallaður manna á milli, opnaði á ný í desember árið 2012 eftir 5 ára hlé, en áður hafði hann verið í kjallaranum í Gamla Garði þar sem að hann var hann starfræktur í 32 ár.
Hins vegar, þrátt fyrir miklar breytingar, hefur Vaka ávalt staðið vörð um hagsmuni stúdenta, en ekki sér fyrir endan á því ferðalagi sem að Jóhann Hafstein og félagar lögðu upp í fyrir 95 árum.
Á árunum 2019 og 2020 var farið í miklar breytingar á nafni og merki félagsins. Varð nafnið þá "Vaka - hagsmunafélag stúdenta" en síðar varð sú breyting afturkölluð eftir ákall fyrrum vökuliða þó svo að hið nýja merki félagsins sé ennþá notað.
Fyrrum Vökuliðar
[breyta | breyta frumkóða]Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa tekið virkan þátt í starfi Vöku frá stofnun félagsins árið 1935 en þar má nefna Jóhann Hafstein, Sigurður Líndal, Halldór Blöndal, Friðrik Sóphusson, Bogi Ágústsson, Elín Hirst, Óli Björn Kárason, Benedikt Bogason, Birgir Ármannsson, Elsa B. Valsdóttir, Baldur Þórhallsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Oddur Þórðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Ásta Sigríður Fjeldsted, Gísli Marteinn Baldursson. Eva Laufey Kjaran, Einar Þorsteinsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Orri Hauksson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Lenya Rún Taha Karim og Jón Atli Benediktsson.
Stjórn Vöku
[breyta | breyta frumkóða]Stjórn Vöku starfsárið 2024-2025:[3]
- Formaður: Sæþór Már Hinriksson
- Varaformaður: Alda María Þórðardóttir
- Oddviti: Júlíus Viggó Ólafsson
- Ritari: Viktoría Tea Vökudóttir
- Gjaldkeri: Kristófer Breki Halldórsson
- Skemmtanastjóri: Íris Gunnarsdóttir
- Útgáfustjóri: Hannes Lúðvíksson
- Markaðsfulltrúi: Tinna Eyvindardóttir
- Alþjóðafulltrúi: Jóhann Almar Sigurðsson
- Meðstjórnendur: Birkir Snær Brynleifsson, Dagur Kárason, Eiríkur Kúld Viktorsson, Fannar Gíslason, Kjartan Leifur Sigurðsson, Ragnheiður Arnarsdóttir og Signý Pála Pálsdóttir.
Stúdentaráðsliðar Vöku 2024-2025
[breyta | breyta frumkóða]Vaka bar sigur úr býtum í kosningum til stúdentaráðs árið 2024 og hlaut 9 menn kjörna. Var Arent Orri Jónsson Claessen kjörin forseti stúdentaráðs og Sigurbjörg Guðmundsdóttir varaformaður. Einnig voru kjörin á skrifstofu stúdentaráðs Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og Júlíus Viggó Ólafsson.
Stúdentaráðsliðar Vöku 2024-2025:
[breyta | breyta frumkóða]Félagsvísindasvið
[breyta | breyta frumkóða]Júlíus Viggó Ólafsson
Ragnheiður Geirsdóttir
Birkir Snær Brynleifsson
Varafulltrúi: Alda María Þórðardóttir
Varafulltrúi: Kristófer Breki Halldórsson
Varafulltrúi: Kjartan Leifur Sigurðsson
Heilbrigðisvísindasvið
[breyta | breyta frumkóða]Tinna Eyvindardóttir
Eiríkur Kúld Viktorsson
Varafulltrúi: Snæfríður Blær Tindsdóttir
Varafulltrúi: Ísak Þorri Maier
Menntavísindasvið
[breyta | breyta frumkóða]Gunnar Ásgrímsson
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir
Varafulltrúi: Gunnar Freyr Þórarinsson
Varafulltrúi: Sólmundur Magnús Sigurðarson
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
[breyta | breyta frumkóða]Jóhann Almar Sigurðsson
Varafulltrúi: Ásdís Rán Kolbeinsdóttir
Hugvísindasvið
[breyta | breyta frumkóða]Anna Sóley Jónsdóttir
Varafulltrúi: Diljá Valsdóttir
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Vaka 1935-1985. Afmælisrit. Páll Björnsson (ritstjóri)
- ↑ Heimasíða Vöku
- ↑ „Sæþór Már nýr formaður Vöku“. www.mbl.is. 7. apríl 2024. Sótt 12. apríl 2024.