USB

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Universal Serial Bus)
USB „A“ tegund.

Universal Serial Bus (USB) er í tölvufræði tengibraut til að tengja jaðartæki við tölvur. USB-tengibraut var hönnuð til að auðvelda tengingu tækja við tölvur og gera gangþjál skipti möguleg (það er að segja notandi þarf ekki að endurræsa tölvuna áður en hann tengir tækið og eftir að hann aftengir það). USB-tækni er alhliða og alls staðar nálæg. Hún getur tengt allar tegundir tækja, eins og tölvumýs, lyklaborð, lófatölvur, leikjastýri, stýripinni, skanna, stafrænar ljósmyndavélar, prentara, fjölspilara, vasaminni og harða diska.

Fyrir mörg tæki er USB stöðluð tenging. Frá og með 2008 eru 2 milljarðar USB-tækja seldir árlega og 6 milljarðar hafa verið seldir fram að þessu. USB-staðallinn var kynntur í fyrsta sinn árið 1994.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.