Trans (raftónlist)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Trans er undirgrein í raftónlistar og kom fram í byrjun 10. áratugarins í Þýskalandi. Tónlistin er gerð út frá hljóðgervli en það sem gerir trans einstakt er takturinn/flutningshraðinn í tónlistinni. Flutningshraðinn flakkar á milli 120 til 160 bpm (slög á mínútu).[1] Tónlistin inniheldur helling af flóknum hljóðum, eins og Hústónlist og elektró en trans er lagrænna og framsæknara meðan takturinn er sá sami.

Fyrstu tvö lögin sem eiga að hafa verið byrjunin á trance eru „Age of Love“ eftir Age of Love og Dance 2 Trance „We Came in Peace“.[2] Vinsæl trance tónlist í nútímanum eru Ferry Corsten, System F, Gouryella,Paul van Dyk, Armin van Buuren, Deadmau5 og Kaskade's music.

Undirstefnur[breyta | breyta frumkóða]

Progressive Trance er danstónlist sem byrjar tónlistina á því að byggjast lengi upp, svo brestur það og oft kemur einhver hápunktur. Lögin eru yfirleitt 8-9 mínútur á lengd. Progressive-tónlist hefur ekki alltaf nákvæmlega sömu byggingu á lögum en þetta er vinsælasta uppbyggingin. Það sem aðskilur progressive trance við venjulega progressive-hljóð er takturinn sem er venjulega 120-135 bpm.

Uplifting trance er danstónlist þar sem notaðir eru hlýr lagrænn hljóðgervill. Takturinn er yfirleitt 137-140 slög á mínútu. Lögin eru venjúlega 7-9 mínútna löng og vilja fela sig yfirleitt í lagrænt hrun í miðju laginu, sem leiðir svo í algjöra sæluvímu sprengingu í enda lagsins. Uplifting trance er talið hafa tón sem er léttari en aðrar undirgreinar transtónlistarinnar. Vinsælir plötusnúðar, sem spila Uplifting trance eru Manual Le Saux, Sebastian Brandt, Arctic Moon og Daniel Kandi.

Júrótrans kom út frá Harðtrans og Júrótrans tónlist og var mjög vinsæl á árunum 1998 til 2000. Flutningshraðinn er í kringum 140-145 bpm, bassinn er venjulega mjög þungur, mörg hrun eru í laginu og oft eru notaðar kvennmanns söngraddir. Euro trance er náskilið Uplifting trance og oft ruglað saman við Vocal trance því að það er sungið í lögunum. Munurinn er sá að Euro trance lög eru lýst sem miklu ákafari texti og meiri upptakur, svipuð lýsing og á tribal trance. Frægustu Euro trance tónlistarmennirnir eru Cascada, DJ Sammy, Groove Coverage og Special D.

Goa trance eiga rætur að rekja til iðnaðar, sýru trance og indjána. Þessi undirgrein transtónlistarinnar kom fyrst fram í kringum árið 1990. Nafnið Goa trance kemur frá bænum Goa sem er staðsett á Indlandi. Hljóðin í Goa trance eru undir áhrifum austurlenskrar tónlistar og það er það mikilvægasta sem aðskilur Goa trance frá öðrum undirgreinum transtónslistar.

Pshycadelic trance er mest skylt Goa trance og einnig suomisaundi, darkspy, psycore, psybreaks og psybient.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. mars 2013. Sótt 18. mars 2013.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. mars 2013. Sótt 18. mars 2013.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]