Fara í innihald

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun sem tengist læknadeild en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Starfsemin er mjög fjölþætt og aðferðum margra fræðigreina er beitt í grunn- og þjónusturannsóknum, þ.e líffærameinafræði, örverufræði, ónæmisfræði, sníkjudýrafræði, lífefnafræði og sameindalíffræði.

Saga og hlutverk

[breyta | breyta frumkóða]

Tilraunastöðin að Keldum, tók til starfa haustið 1948. Hún heyrir undir mennta- og menningar­mála­ráðuneytið. Fyrsti forstöðumaður tilraunastöðvarinnar var Björn Sigurðsson,[1] læknir.

Rockefellersjóðurinn lagði fram styrk[2] til uppbyggingar Tilraunastöðvarinnar að Keldum, en henni var ætlað að bregðast við sauðfjárpestum sem borist höfðu til landsins með innflutningi sauðfjár af svonefndu Karakúlkyni árið 1933. Miðað er við að starfsemin hafi formlega verið hafin þann 15. nóvember 1948. Verkefni stöðvarinnar skyldu fyrst og fremst vera rannsóknir búfjársjúkdóma.

Í stjórn Keldna sitja fulltrúar læknadeildar, raunvísindadeildar, landbúnaðarráðuneytis og starfsmanna. Að Keldum starfa að jafnaði 60 manns. Keldur eiga í miklu rannsóknasamstarfi við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknaverkefni eru fjármögnuð með innlendum og erlendum styrkjum.

Forstöðumaður Keldna er Sigurður Ingvarsson (f. 1956). Fyrrverandi forstöðumenn Keldna eru Björn Sigurðsson (f. 1913, d. 1959), Páll Agnar Pálsson (f. 1919, d. 2003), Guðmundur Georgsson, (f. 1932, d. 2010), Guðmundur Pétursson (f. 1933).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Guðmundur Pétursson. „Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?“. Vísindavefurinn 14.1.2011. http://visindavefur.is/?id=58128. (Skoðað 19.1.2011).
  2. Guðmundur Pétursson. „Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?“. Vísindavefurinn 14.1.2011. http://visindavefur.is/?id=58128. (Skoðað 19.1.2011).
  • Vefsíða Keldna Geymt 30 nóvember 2020 í Wayback Machine
  • „Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?“. Vísindavefurinn.
  • In memoriam Björn Sigurdsson born 100 years ago Geymt 4 desember 2013 í Wayback Machine