The Common Linnets

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Common Linnets (hörfinkurnar) er hollenskt söngdúó sem í eru söngkonan Ilse DeLange, fædd 1977, (Ilse Annoeska de Lange) og söngvarinn Waylon, fæddur 1980 (Willem Bijkerk). Þau eru bæði sjálfstæðir flytjendur og hafa þekkst sem slíkir í mörg ár en hófu að syngja saman árið 2013. Þau tóku þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Kaupmannahöfn árið 2014 fyrir hönd Hollands og urðu í öðru sæti á eftir Conchitu Wurst frá Austurríki. Lagið þeirra heitir Calm After The Storm og er í kántrístíl eins og flest lögin þeirra en þau flytja kántrí, blúgrass og popp.