Túamótúeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Túamótúeyjar innan Frönsku Pólýnesíu

Túamótúeyjar (franska: Îles Tuamotu, opinbert heiti: Archipel des Tuamotu) eru eyjaklasi í Frönsku Pólýnesíu sem í eru tæplega 80 eyjar og hringrif. Eyjarnar liggja dreift í stefnu frá norðvestri til suðausturs á svæði í suðurhluta Kyrrahafs sem er jafnstórt Vestur-Evrópu. Flatarmál eyjanna er 850 ferkílómetrar en íbúar þeirra eru um það bil 16.000 manns. Stærstu eyjarnar eru Anaa, Fakarava, Hao og Makemo.

Pólýnesíumenn námu fyrstir allra land á Túamótúeyjum og tungumál og menning íbúa Túamótú í dag eru af pólýnesískum rótum runnin.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.