Svarta sveitin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svört sveit í Washington D.C., 2003

Svarta sveitin (e. Black bloc) er ótilgreindur hópur manna sem aðhyllist aðferðarfræði sem hefur verið notuð í mótmælum undanfarna tvo áratugi eða svo. Almennt er talið að þessir hópar samanstandi mestmegnis af stjórnleysingjum, en þar sem markmiðið er að torvelda lögreglu að þekkja þátttakendur er erfitt að fullyrða hverjir séu þar á ferð. Enginn fastur hópur eða stofnun stendur fyrir svörtu sveitinni, heldur taka þeir þátt sem vilja. Fyrir kemur að fleiri en ein svört sveit sé starfandi í mótmælum.

Aðferðir sveitanna miða að því að torvelda lögreglu að koma höndum yfir þátttakendurna og að þekkja þá aftur. Í því skyni er klæðnaður svipaður, alsvartur, notast við grímur og í sumum tilvikum skyggð gleraugu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.