Stella Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stella Sigurðardóttir (f. 30. mars 1990) er íslensk handknattleikskona sem leikur með danska handknattleiksfélaginu Sönd­erjyskE.

Stella lék með Fram alla yngri flokka og varð snemma einn af lykilmönnum meistaraflokks. Hún var í bikarmeistaraliði Fram árin 2010 og 2011, auk þess að verða Íslandsmeistari með Framliðinu leiktíðina 2012-13. Hún var í íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins árið 2010, en gat ekki leikið þegar til kom vegna meiðsla. Hún var einnig í leikmannahópi Íslands á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2011.

Stella var valin Íþróttamaður Fram árið 2009, þegar sá titill var veittur í annað sinn. Hún hlaut titilinn að nýju árið fyrir árið 2012.