Staða ríkjasambandsins
Staða ríkjasambandsins (e. The State of the Union) er ávarp sem Bandaríkjaforseti flytur árlega til þingsins, yfirleitt í janúarmánuði.[1] Ávarpið fjallar meðal annars um stöðu ríkjasambandsins, þær áherslur sem framkvæmdavaldið ætli að hafa í fyrirrúmi á árinu. Ávarpið er í dag flutt í ræðuformi í beinni útsendingu snemma árs, og hefð er fyrir því að ræðan verði umtöluð í helstu fjölmiðlum bandaríkjanna eftir að hún er flutt, því er ræðan talin vera áhrifamikið tæki forsetans til þess hafa áhrif á hvaða mál verði ofarlega á dagskrá lagasetningavaldsins, fulltrúadeildar og öldungadeildar.[2]
Ræðan er hluti af stjórnarskrárbundinni skyldu forsetaembættisins en þar er kveðið á um að hann skuli upplýsa þingið um stöðu ríkjasambandsins, og tillögur að aðgerðum í samræmi við þá stöðu. Í stjórnarskránni er reyndar ekki kveðið á um að þetta eigi að vera í formi ræðu, og í fyrstu voru þessi ráð yfirleitt gefin í skriflegu formi, en þessi hluti skyldu forsetaembættisins hefur verið framfylgt með ræðu síðan í forsetatíð Woodrow Wilson.[1] Ræðan er flutt á sérstöku þingi, þar sem báðar deildir þingsins eru saman komnar, svipaðar aðstæður eru uppi þegar stefnuræða nýkjörinna forseta á sér stað, en þær ræður eru ekki opinberlega taldar sem formleg ávörp af þessu tagi.[3]
Einn einstaklingur í erfðaröð Bandaríska forsetaembættisins er útnefndur til þess að vera fjarverandi og gegnir hlutverki sem nefnist Designated Survivor. Báðar þingdeildir útnefna einnig sitthvorn einstaklinginn til þess að vera fjarverandi.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 The President's State of the Union Address: Tradition, Function, and Policy Implications (PDF). Congressional Research Service. 24. janúar 2014. bls. 2.
- ↑ Katz, Richard (2008). Political institutions in the United States. New York: Oxford University Press. bls. 116. ISBN 0-19-928383-4.
- ↑ „The President's address“. The White House. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. september 2014. Sótt 14. nóvember 2014.