Stúdíó Sýrland
Útlit
Stúdíó Sýrland (áður þekkt sem Studío Grettisgat), er hljóðver á Íslandi stofnað af nokkrum meðlimum Þursaflokksins árið 1981. Upphaflega var það í bakhúsi við hús Egils Ólafssonar við Grettisgötu og dró nafn af því, en 1988 flutti það í Skúlatún og síðan í Vatnagarða árið 2007.
Það er helst notað við hljóðupptöku fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni og upptöku á tónlist. Meðal tónlistarmanna sem hafa notað það eru Björk Guðmundsdóttir, Sigur Rós, Quarashi, Írafár og Blur. Meðal sjónvarps- og kvikmyndatengds efnis sem hefur verið tekið upp þar eru Strumparnir, Íslenski draumurinn og Með allt á hreinu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Sýrlands (nær einungis á ensku)