Skekta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skekta er lítill árabátur eða kæna þar sem reiðinn er stórsegl, toppsegl og fokka. Skektur voru notaðar til fiskveiða á Limafirði í Danmörku á árunum 1850-1920. Skekta er frábrugðin jullu að því leiti að hún er mjórri og fokkan er tiltölulega stór. Þessi bátsgerð barst til Limafjarðar frá suðurströnd Noregs um 1850 og var notuð við veiðar með snurvoð (dragnót) en einnig við línu- og krókaveiðar. Skektur þróuðust sem sambland milli árabátar og seglbáts, voru hraðskreiðar og hentuðu vel til siglinga í opnum fjörðum. Í byrjun 19. aldar komu trillur (vélknúnir bátar) til sögunnar og þá misstu skektur mikilvægi sitt sem veiðitæki.

Skektur eru núna fyrst og fremst notað til skemmtisiglinga og tómstunda.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]