Scarlett Johansson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Scarlett Johansson
Scarlett Johansson árið 2012
Scarlett Johansson árið 2012
Upplýsingar
FæddScarlett I. Johansson
22. nóvember 1984 (1984-11-22) (39 ára)

Scarlett I. Johansson (fædd 22. nóvember 1984) er bandarísk leik- og söngkona. Johansson lék í fyrstu myndinni sinni árið 1994 en það var North og var hún tilnefnd til verðlauna fyrir frammistöðu sína. Scarlett varð frægari árið 1998 eftir að hafa leikið í myndinni The Horse Whisperer og fékk mikið lof gagnrýnenda fyrir hlutverk sitt í Ghost World árið 2001 en það hlutverk gerði hana fræga og vann hún Chlotrudis verðlaunin fyrir vikið.

Hún skipti yfir í fullorðinshlutverk með marglofaðri frammistöðu sinni í mynd Sofiu Coppola, Lost in Translation á móti Bill Murray og vann hún BAFTA verðlaun, og Girl with a Pearl Earring en báðar myndirnar færðu henni Golden Globe tilnefningu árið 2003. Hlutverk hennar í A Love Song for Bobby Long færði henni þriðju Golden Globe tilnefninguna fyrir bestu leikkonu. Eftir að hafa leikið í The Island fékk Scarlett náð fyrir augum gagnrýnenda og fjórðu Golden Globe tilnefninguna, fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, fyrir leik sinn í mynd Woody Allen, Match Point. Hún fylgdi henni eftir með annarri mynd Allen, Scoop, með Hugh Jackman.

Eftir að hafa leikið í misheppnuðu myndinni Nanny Diaries árið 2007 fékk ferill Johansson endurvakningu að hálfu gagnrýnenda með myndinni The Other Boleyn Girl árið 2008, þar sem hún lék á móti Natalie Portman og Eric Bana og Woody Allen myndinni Vicky Christina Barcelona með Javier Bardem og Penélope Cruz. Hún fékk góða dóma fyrir leik sinn í He's Just Not That Into You árið 2009 og lék í Iron Man 2 ásamt Robert Downey Jr. og Samuel L. Jackson.

20. maí 2008 gaf Scarlett út sína fyrstu plötu, Anywhere I Lay My Head, þar sem hún söng lög Tom Waits. Önnur platan hennar, Break Up með Pete Yorn kom út í september 2009.

Árið 2010 lék hún ofurnjósnarann Black Widow (Natasha Romanov) í Marvel-ofurhetjumyndinni Iron Man 2 og endurtók hlutverkið í ofurhetjumyndinni The Avengers.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Scarlett árið 2007

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Ár Mynd Hlutverk Athugasemdir
1994 North Laura Nelson
1995 Just Cause Kate Armstrong
1996 Manny & Lo Amanda Takmörkuð upplag
Tilnefnd— Independent Spirit verðlaunin fyrir besta frammistöðu í aðalhlutverki
If Lucy Fell Emily
1997 Home Alone 3 Molly Pruitt
Fall Lítil stelpa
1998 The Horse Whisperer Grace MacLean Tilnefnd-Verðlaun Samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Chicago: Vænlegasti nýlðinn
1999 My Brother the Pig Kathy Caldwell
2001 The Man Who Wasn't There Rachael 'Birdy' Abundas
Ghost World Rebecca Chlotrudis verðlaun: Besta leikkona í aukahlutverki
Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Toronto: Besta leikkona í aukahlutverki
Tilnefnd—Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda á netinu: Besta leikkona í aukahlutverki
An American Rhapsody Zsuzsi/Suzanne Sandor (15 ára)
2002 Eight Legged Freaks Ashley Parker
2003 Lost in Translation Charlotte BAFTA verðlaun: Besta leikkona í aðalhlutverki
Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Boston: Besta leikkona
Tilnenfnd—Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í útvarpi: Besta leikkona í aukahlutverki
Tilnefnd-Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Chicago: Besta leikkona
Tilnefnd-Chlotrudis verðlaun: Besta leikkona
Tilnefnd—Golden Globe verðlaun: Besta leikkona í söngleik/gamanmynd
Tilnefnd:—Írsku kvikmynda-og sjónvarpsverðlaunin: Besta erlenda leikkona
Tilnefnd-Verðlaun kvikmyndagagnrýnenda á netinu: Besta leikkona
Tilnefnd—Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Phoenix: Besta leikkona
Tilnefnd:Satellite verðlaun: Besti leikari-söngleikur/gamanmynd
Girl with a Pearl Earring Griet Tilnefnd-BAFTA verðlaun: Besta leikkona í aðalhlutverki
Tilnefnd-British Independent kvikmyndaverðlaunin: Besta leikkona
Tilnefnd: Golden Globe verðlaun: Besta leikkona í dramakvikmynd
Tilnefnd-London Fil Critics Circle verðlaun: Besta leikkona
Tilnefnd-Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Phoenix: Besta leikkona
2004 A Love Song for Bobby Long Pursy Will Takmarkað upplag
Tilnefnd-Golden Globe verðlaun: Besta leikkona í Dramakvikmynd
A Good Woman Meg Windermere Takmarkað upplag
The SpongeBob SquarePants Movie Mindy Rödd
The Perfect Score Francesca Curtis
In Good Company Alex Foreman
2005 The Island Jordan Two Delta/Sarah Jordan
Match Point Nola Rice Tilnefnd-Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Chicago: Besta leikkona í aukahlutverki
Tilnefnd-Golden Globe verðlaun: Besta leikkona í aukahlutverki
2006 Scoop Sondra Pransky
The Black Dahlia Katherine 'Kay' Lake
The Prestige Olivia Wenscombe
2007 The Nanny Diaries Annie Braddock
2008 The Other Boleyn Girl Mary Boleyn
Vicky Cristina Barcelona Cristina
The Spirit Silken Floss
2009 He's Just Not That into You Anna
2010 Iron Man 2 Natalie Rushman/Black Widow
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.