Samsömun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samsömun er einn liður frumskilyrðis skaðabótaábyrgðar í bótarétti um að tjónvaldur og tjónþoli séu tveir sjálfstæðir aðilar. Þær reglur víkka út skilgreininguna með þeim hætti að ekki sé einvörðungu litið svo á að aðilarnir séu tæknilega séð sami aðilinn, líkt og að báðir aðilarnir hafi sömu kennitölu, heldur geti annars konar tengsl grafið undan sjálfstæði aðilanna gagnvart hvorum öðrum.

Virk og óvirk samsömun[breyta | breyta frumkóða]

Samsömun er venjulega skipt virka og óvirka samsömun. Virk samsömun felst í því að tiltekinn aðili þurfi að bera ábyrgð á bótaskyldri háttsemi annars aðila eins og hann hefði sjálfur valdið henni, og er algengt dæmi um slíkt vinnuveitandaábyrgð. Óvirk samsömun felst í því að bótaréttur viðkomandi gagnvart hinum aðilanum glatast eða takmarkast vegna tengsla sinna við hinn, eins og ef einhver veldur tjóni á sínu eigin ökutæki eða verður fyrir tjóni sökum atvinnustarfsemi lögaðila sem viðkomandi á ráðandi hlut í.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.