SS-sveitirnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þýskar SS Sveitir

SS-sveitirnar (oft skammstafað SS) (þýska: Schutzstaffel sem þýðir „öryggissveit“) voru stórar öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins.

SS var stofnað á 3. áratugnum sem einkavörður fyrir nasistaleiðtogann Adolf Hitler. Undir forystu Heinrich Himmler milli 1929 og 1945 uxu sveitirnar upp í það að vera ein stærstu og valdamestu samtök í Þýskalandi nasismanns. Nasistar töldu SS vera úrvalssveitir, eða lífvarðasveitir í líkingu við þær sem voru í Róm til forna.

SS-sveitirnar skiptust í hinar svartklæddu Allgemeine-SS, sem var pólitískur armur sveitanna, og Waffen-SS sem var hernaðararmur þeirra og sem þróaðist út í annan her Þýskalands með Wehrmacht. Waffen-SS voru frægar fyrir grimmd sína gagnvart óbreyttum borgurum og stríðsföngum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.