Söngvar sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Söngvar sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar (enska:The Songs of Innocence and Experience) eru meðal þekktustu verka enska skáldsins William Blake. Söngvar sakleysisins var fyrst gefin út árið 1789 en síðan árið 1794 hafa Ljóð lífsreynslunnar oftast verið gefin út samhliða.

Söngvar sakleysisins samanstendur aðallega af ljóðum sem lýsa sakleysinu og ánægjunni af hinum náttúrulega heimi og berst fyrir frjálsri ást og nánari sambandi við Guð. Ljóðin eru flestöll létt, hressandi og hjarðljóð og eru flestöll skrifuð frá sjónarhorni barna eða um börn.

Andstæða þessarar bókar er Ljóð lífsreynslunnar sem fjallar um að týna/missa sakleysið eftir að hafa kynnst efnislega heiminum og öllum hans dauðlegu syndum í gegnum fullorðinsárin. Þessi ljóð eru myrkari, einblína meira á pólitík og alvarlegri mál. Í gegnum báðar bækurnar falla mörg ljóðin í pör þannig að sameiginlegar aðstæður eða þemu er hægt að finna í bæði Söngvum sakleysisins og Ljóðum lífsreynslunnar.

Mörg ljóðanna í Söngvum sakleysisins eiga andstæðu í Ljóðum lífsreynslunnar með gagnstæð sjónarhorn af heiminum. Talið er að það sé vegna þess að William missti trú á gæsku mannkynsins í lok frönsku byltingarinnar. Þessi rök útskýra örvæntinguna í verkunum. William gaf vísbendingar í gegnum verk sín sem útskýra trú hans um að börn tapa sakleysi sínu vegna arðráns, menntunar og trúar (sem öll setja trúarkenninguna á undan miskuninni?) Hann hélt þó ekki að börn ættu ekki að öðlast þekkingu. Ljóð hans endurspegla trú hans um að hvert barn ætti að vera frjálst að öðlast þekkingu á sínum eigin forsendum án áhrifa frá eldri kynslóðum. Í þessum verkum og fleirum eftir William hefur hann sýnt að hann trúir að sakleysi og lífsreynsla væru „tvær andstæður mennsku sálarinnar -"the two contrary states of the human soul" “ og að sakleysi verður meira en ekki minna með lífsreynslu.