Sáputré
Sáputré | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Quillaja saponaria Molina |
Sáputré (fræðiheiti Quillaja saponaria) er sígrænt tré af ættinni Quillajaceae sem upprunnið er í heitu til tempruðu belti í miðhluta Chile. Tréð finnst allt upp í 2000 m frá sjávarmáli og getur orðið 15 – 20 m hátt. Það þolir allt að -12°C (10°F) í náttúrulegum heimkynnum sínum. Það er oft notað til uppgræðslu til að endurheimta skóglendi þar sem jarðvegur er súr. Úr berki trésins má vinna duft sem notað er í sápu því það freyðir í vatni því það er í því saponin sem kallast quillaia. Viður sáputréss er notaður í húsgögn og úr trénu eru unnin ilmefni sem notuð eru í ilmvötn og snyrtivörur.
Börkur af sáputré hefur mjög lengi verið notaður í lækningaskyni í Andesfjöllunum og þá sérstaklega við brjóstverkjum. Börkurinn inniheldur quillaia sem er notað sem fæðubótarefni og í ýmis lyf og heilsuvörur og sem eldvarnarfroða. Það er einnig notað í ljósmyndafilmur og til að láta drykki freyða. Saponin innihald barkarins örvar slímmyndun í öndunarfærum og er notað í hóstalyf. Saponin í trénu er einnig notað sem fyrirbyggjandi lyf í bóluefnum vegna þess að það örvar ónæmiskerfi. Ein tegund QS21 sem unnin út saponin úr þessu tré hefur reynst örva ónæmiskerfi manna.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Quillaja saponaria“. Encyclopedia of Chilean Flora. Sótt 25. apríl 2013.
- „Quillaja saponaria pictures“. Chilebosque. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. desember 2009. Sótt 25. apríl 2013.
- „Soapbark tree widely cultivated in California and Chemical benefits“. Drug Information Online. Sótt 25. apríl 2013.